Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 99
ALMANAK 1944
99
ry) við ríkisháskólann í Californíu hafi verið veitt fágæt
verðlaun (The Borden Award), heiðurspeningur úr gulli
og þúsund dollarar í peningum, fyrir vísindalegar rann-
sóknir í sérgrein sinni. Hann er fæddur í Reykjavík, en
fluttist ungur vestur um haf og ólst upp í Tantallon-bygð-
inni íslenzku í Saskatchewan, útskrifaðist í alifuglarækt
og skyldum vísindagreinum frá fylkisháskólanum í Sask-
atchewan 1918, en lauk meistaraprófi í vísindum í Cor-
nell háskólanum í Ithaca, N. Y.., 1920 og doktorsprófi
1930. Hann hefir verið prófessor við Californa-haskóla
síðan 1932, en var áður kennari við fylkisháskólann í
British Columbia; jafnhliða háskólakennslunni hefir
hann samið fjölda vísindalegra ritgerða.
Jan. — Dr. J. T. Thorson, forseti fjármálaréttarins í
Canada, skipaður formaður nefndar þeirrar í Ottawa, er
vinna skal að því að leggja grundvöll að fræðslustofnun-
inni “Canada Foundation”.
31. jan. — Átti Emile Walters, listmálari í New York,
fimmtugsafmæli. Hann er fæddur í Winnipeg, en skag-
firzkur að ætt, sonur Páls Valtýs Eiríkssonar frá Bakka
í Viðvíkursveit í Skagafirði og Bjargar Jónsdóttur frá
Reykjum á Reykjaströnd. Hann hefir unnið sér mikið
frægðarorð fyrir málverk sín, er sýnd hafa verið víðs-
vegar um Norður- og Vesturálfu og er að finna á fjölda-
mörgum listasöfnum.
31. jan.'— Útskrifaðist Conrad Hjálmarson (sonur
þeirra Björns Iljálmarsson og konu hans að Akra, N.
Dakota) í almennri verkfræði af ríkisháskólanum í Norð-
ur Dakota og var veitt mentastigið “Bachelor of Science
in Civil Engineering”; einnig hlaut hann verðlaun þau,
er norðvesturdeild Ameríska verkfræðingafélagsins (The
American Society of Civil Engineers) veitir árlega þeiin
námsmanni, er skarar fram úr í þeirri grein verkfræðin-
nar.