Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 120
120 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
6. Anna Ingibjörg Thorsteinsson, kona Thorsteins Thorseinsson
bónda, er rnörg ár bjó í grend við Leslie, Sask., á Johnson
Memorial sjúkrahúsinu að Gimli. Fædd 20. apríl 1868 á Ás-
grímsstöðum í Hjaltastaðahreppi í Norður-Múlasýslu. For-
eldrar: Jón Torfason og Guðrún Skúladóttir. Kom til Ameríku
með manni sínurn 1891.
8. Tómas Rafnson, að heimili sínu í grend við Markerville,
Alberta. Fæddur á Hvalnesi á Skaga í Skagafjarðarsýslu 7.
sept. 1872. Foreldrar: Rafn Guðmundsson og Ragnheiður
Símonardóttir. Flutti vestur um haf aldamótaárið, en kom
til Alberta 1902.
9. Sigmar Þórarinn F'riðbjarnarson (Bjarnasori), á Almenna
sjúkrahúsinu í Wpg. Fæddur að Björgum í Köldukinn í Suður-
Þingeyjarsýslu 19. júlí 1870. Foreldrar: Friðbjörn Jónsson og
Margrét Jónsdóttir.
11. Solveig Tryggvi, kona Jónasar Tryggva (bróður Hermanns
Jónassonar skólastjóra og alþingismanns), að heimili sínu í
Seattle, Wash. Fædd að Hallbjarnareyri í Snæfellsnessýslu
11. mars 1875. Foreldrar: George Thorsteinson og Guðrún
Jónsdóttir. Kom til Ameríku árið 1892.
14. Sveinbjörn Loptson, áður landnemi í Þingvallabygðinni i
Sask. og verslunarstjóri í Churchbridge, að heimili sínu í
Campbell River, British Columbia. Fæddur 22. mars 1861
að Hlíðarenda í Flókadal í Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar:
Loptur Jónsson og Barbara Magnúsdóttir. Fluttist til Canada
1877. Athafna- og forystumaður í bygðamálum.
18. Rannveig Eiríksdóttir Stefánsson, kona Kristjans Stefánsson-
ar, að heimili sínu í Winnipeg. Fædd á Hrærekslæk í Hró-
arstungu 30. mars 1877. Foreldrar: Eiríkur Hallsson og Anna
Jónsdóttir. Fluttist til Vesturheims 1903.
21. Hilda (Ragnhildur) Parks, á sjúkrahúsi í Vancouver, B. C.,
á 72. aldursári, fædd að Kleifum í Húnavatnssýslu. Fluttist
Vestur um haf fyrir 50 árum, en hafði átt heima í Vancouver
síðan aldamótaárið.
22. Bjarni Jónsson, landnámsmaður í Markerville-bygðinni í Al-
berta, að heimili dóttur sínnar þar í bygð. Fæddur að Landi
í Sæmundarhlíð í Skagafirði 12. okt. 1856. Foreldrar: Jón
Árnason og Guðbjörg Evertsdóttir. Flutti til Vesturheims
1883, en til Alberta vorið 1888.
22. Elinborg Sivertz, kona Christians Sivertz, á sjúkrahúsi í Vic-
toria, B. C. Fædd á Islandi, 73 ára að aldri. Meðal sona
þeirra hjóna er hinn kunni vísindamaður dr. Christian Sivertz.
(Smbr. Almanak 1943.)
23. Einar Scheving, er áður hafði um aldarfjórðung búið í grend
við Cavalier, í N. Dak., að heimili sínu í San Diego, Cal.
Fæddur á Stóra-Sandfelli í Skriðdal í Suður-Múlasýslu 17.