Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 86
86
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
fastur. Sat hann stofnfund þjóðræknisfélagsins 1919, og
var því í hópi fyrstu félagsmanna þess; einnig átti hann
sæti í þeirri tíu manna nefnd stofnfundarins, er samdi
uppkastið að lögum félagsins.
Jóhannes hefir því komið víða við söguna í félags-
málum, en fjarri fer þó, að hann hafi staðið einn uppi í
langri og margþættri lífsbaráttu, og myndi honum eigi
þykja nema hálfsögð sagan, og laklega það, ef þess væri
eigi getið, hversu framúrskarandi förunautur Sigurlaug
kona hans hefir verið honum á langri leið. og hve vel
hún hefir staðið honum að baki, enda er hún prýðisvel
gefin ágætistkona, ráðdeildar — og atorkusöm meðan
heilsan leyfði, enda varð það hlutskipti hennar að stjórna
mannmörgu heimili. En heimili þeirra hjónanna er
einnig löngu víðkunnugt fyrir rausn og gestrisni, og hefir
jafnframt verið miðstöð margháttaðrar félagsstarfsemi
í byggðinni.
Þeim hjónum hefir orðið margra barna auðið og
fylgja nöfn þeirra hér í aldursröð: Ella (Elíná, Mrs. Páll
Egilsson í Calder, f. 11. marz 1889), Jón (f. 4. des. 1890,
féll í stríðinu 1917), Sigursteinn (f. 8. okt. 1892), Jóhannes
(f. 5. ágúst 1895), Vilhjálmur (f. 24. des. 1897), Ingólfur
(f. 8. apríl 1901), Einar (f. 10. okt. 1902), Sveinn (f. 21.
ágúst 1904), Sæmundur (f. 2. sept. 1905), Sigurlaug
Margrét (Mrs. George Marlin, Leroy, Sask., f. 3. febr.
1907) og Franklin (f. 10. okt. 1910).
Auk Jóns liðsforingja, er féll eins og að ofan getur
í heimssti'íðinu fyrra, eftir að hafa getið sér hreystiorð,
tóku þeir bræður hans Jóhannes og Vilhjálmur einnig
þátt í stríðinu sem sjálfboðaliðar. Sæmundur er nú í
Bandaríkjahernum og er liðþjálfi í þeirri deild, er víð-
varps-starfsemi liefir með höndum.
Eru börn þessi hin mannvænlegustu, og hafa 10
þeirra stundað nám á æðra skólum. Vilhjálmur hefir
einnig getið sér gott orð fyrir fiðluleik sinn. Einnig eiga