Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 67
ALMANAK 1944
67
einnig nokkuð af landi til akuryrkju. Hallur var reglu-
maður mikill og átti fallegt bókasafn, sem ber vott um
smekkvísi og fróðleikslöngun bóndans látna. Ólöf ekkja
hans er kjarkmikil myndarkona.
GISLI ÓLAFSSON Þorsteinssonar frá Bót í Hró-
arstungu í Norður-Múlasýslu er fæddur 1865 í Hlaup-
andagerði í sama héraði. Hann flutti til Ameríku 1889 og
staðnæmdist í Winnipeg nokkur ár. Flutti síðan í þessa
bygð árið 1893, og nam land á N.V. Sec. 18, T. 20, R. 4,
og reisti þar bú. Þar hefir hann búið í nær því 40 ár,
góðu búi. Bygt fallegt hús og góð fjós, brotið land til
akra, með allgóðum árangri. Hann var einn af stofnend-
um bænda-smjörgerðarhússins og lengi í stjórn þess.
Kona hans er Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir af Hákon-
arstaðaætt. Þau giftust árið 1888, í Bót í Tungu. Þau
eiga 5 börn. 1. Ólöf, gift Halli Hallssyni, (næsta þætti
á undan þessum). 2. Guðrún Eirikka (Mrs. Stewart).
3. Ólafur, giftur. 4. Bóas, ókvæntur, en búinn að taka
við lausafé og löndum og hefir einnig keypt land. 5.
Jensina, gift McKenzy, þau eiga dóttir að nafni, Elenora.
Gísli og Guðrún, hafa alið upp einn dótturson sinn,
Jón Hallson.
ÓLAFUR GISLASON Ólafssonar nam land á N.E.
Sec. 13, T. 20, R. 5, og keypti annað land á sömu “sec-
tion” og býr á því landi. Ilann gekk í herinn í stríðinu
mikla, 1916, en slapp ósærður úr því. Kona hans heitir
Helga Steinsdóttir Dalman. Þau eiga sex börn. 1. Thelma
2. Steinn; 3. Helga; 4 Ólafía; 5. Lilja; 6. Ernest. Öll
eru börnin á bernsku skeiði. Ólafur er duglegur maður
og býr vel, þrátt fyrir mikla vanheilsu í fjölskyldu hans.
SIGURJÓN JÓNSSON Jónssonar frá Hraunprýði í
Hafnarfirði, var fæddur 28. nóvember 1859. Faðir hans