Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 50
50
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ósköp, sem faðir hennar las úr Islendingasögunum á
vetrarkvöldin þegar hann hafði lokið gegningum og úti-
verkum, þar sem hann bjó í Saskatchewan, og fyllt eldi-
viðarkassann til þess að geta haldið úti kuldanum, þegar
harðfennið þakti landið eins langt og augað eygði.”
Snemma hneigðist einnig hugur Jórunnar til lærdóms
og gekk hún fyrst á alþýðuskóla bygðarinnar í Church-
bridge, en hélt því næst áfram skólagöngu sinni á gagn-
fræðaskólanum í Yorkton, þar í fylkinu; síðan hóf hún
æðra nám á Manitoba háskóla (Wesley College) í Winni-
peg og lauk þar stúdentsprófi (Bachelor of Arts) vorið
1916. Þá um haustið byrjaði hún laganám á háskólanum,
en vann jafnhliða að lögfræðilegum störfum á skrifstofu
hins kunna íslenzka lögfræðings, Hjálmars A. Bergman,
K.C. í Winnipeg. Hún lauk fullnaðarprófi í lögum með
fyrstu ágætiseinkunn árið 1919, en málafærslu-réttindi
hlaut hún ári síðar. En það er til marks um frábæra
hæfileika hennar og ástundun við námið, að hún var
jafnan efst í bekk öll þrjú árin á lagaskólanum og hlaut
síðasta ár sitt þar verðlaun Lögfræðingafélagsins í Mani-
toba-fylki, sem veitt eru árlega þeim lagastúdent, er
hæstar einkunnir hlýtur.
Þá er einnig vert að geta þess sérstaklega, að hún
var í hópi fyrstu kvenna, er luku lagaprófi þar í fylkinu.
Sýnir það, þó eigi væri öðru til að dreifa, sjálfstæðisanda
hennar og djarfan framsóknarhug; þessi íslenzka fmm-
herjadóttir lét sér, með öðrum orðum, eigi fyrir brjósi
brenna að leggja út á lítt troðna braut um stöðuval.
En áður en Jórunn Hinriksson lauk lagaprófi, giftist
hún 25. apríl 1918 eftirlifandi manni sínum, íslenzka lög-
fræðingnum Walter J. Lindal, K.C. (frá Þóreyjarnúpi í
Þverárhrepp í ILúnavatnssýslu), miklum hæfileikamanni,
sem nýlega var skipaður héraðsdómari í Manitoba fyrstur
Islendinga. Stunduðu þau hjónin síðan nokkur ár mála-
færslustörf í sameiningu.