Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 130
130 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
11. Jóhann Aubrey Benson, í flugslysi nálægt bænum St. Gab-
riel de Brandon i Quebec, 23 ára að aldri. Fæddur og upp-
alinn í Selkirk, Man., sonur Jóhanns Benson og konu hans,
nú búsett í Norwood, Man. Innritaðist í flugherinn canadiska
í maí 1941 og var orðinn liðþjálfi (Sergeant).
11. Kristín Ingibjörg Jónason (Júlíus), ekkja Jóhanns Júlíusar
Jónasson (Júlíus), að heimili Jakobínu Robertson dóttur
sinnar í Winnipeg. Ættuð frá Svalbarði við Eyjafjörð, fædd
14. ágúst 1865. Fluttist vestur um haf til Winnipeg með
manni sinum 1893.
12. Guðrún Þorláksdóttir Eyjólfsson, ekkja Stefáns Eyjólfsson, að
heimili sínu í grend við Garðar, N. Dak. Fædd að Fornhaga
í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu 12. nóv. 1859. Foreldrar: Þor-
lákur Björnsson og Þórdís Árnadóttir. Kom vestur um haf
með foreldrum sínum 1874, fyrst til Kinmount, Ont., síðar
til Gimli og 1880 til N. Dak.
14. Guðrún Jóhanna Magnússon, ekkja Sveins Magnússon land-
nema í Árnesbygð í Nýja-lslandi, að heimili sonar síns að
Gimli. Fædd 26. júlí 1864 í Gautsdal í Húnavatnssýslu. For-
eldrar: Sigurður Sigurðsson og Guðrún Pálmadóttir. Kom til
Canada með manni sínum 1900 og fluttust til Nýja-lslands
nokkrum mánuðum síðar.
17. Fanney Severson Anderson hjúkrunarkona, á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg, 51 árs að aldri. Fædd í Grafton, N. Dak.
Foreldrar: Snorri og Skúlína Severson. Lauk prófi í hjúkrun-
arfræði á nefndu sjúkrahúsi 1916.
19. Magnús Sigurðsson, bóndi í grend við Árborg, Man., á Al-
menna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fæddur í Borgarfirði syðra
28. febr. 1883. Foreldrar: Sigurður Hafliðason Sigurðsson,
landnemi við Árborg, og Sigríður Jónsdóttir. Kom til Canada
með foreldrum sínum fjögra ára gamall.
20. Hallur G. Egilsson, að heimili sínu að Calder, Sask. Fæddur
í grend við Akra, N. Dak., 27. júní 1878, og var fyrsta íslenz-
ka barnið, sem fæddist í Dakota nýlendunni. Foreldrar: Gísli
Egilsson frá Skarðsá í Skagafjarðarsýslu og Ragnheiður Hall-
dóra dóttir Jóhanns P. Hallsson.
22. Þóra Jósefsson, ekkja Björns Jósefsson, landnema á Pembina-
fjöllum og við Kandahar í Sask., að heimili tengdasonar síns
og dóttur sinnar, V. Sveinson og konu hans, í Saskatoon, Sask.
Fædd haustið 1848, að talið er i Fagradal i Dalasýslu, því
þar bjuggu foreldrar hennar, Guðmundur Sakaríasson og
Guðný Tómasdóttir. Fluttist vestur um haf til N. Dak. 1883.
26. Margrét Eyjólfsdóttir Scheving, ekkja Árna Scheving (d.
1900), að heimili sonar síns og tengdadóttur, Stefáns Schev-
ing og konu hans, í Seattle, Wash. Fædd 19. okt. 1860. For-
eldrar: Eyjólfur Kristjánsson og Lukka Gísladóttir. Kom