Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 69
ALMANAK 1944
69
SNJÓLFUR SIGURÐSSON Guðlaugssonar, ættaður
úr Mýrasýslu, nam land á S.E. Sec. 14, T. 20, R. 5, og bjó
þar vel í sjö ár, en varð fyrir því óhappi að gripahús hans
brunnu öll og 33 gripir inni, svo hann hætti búskap og
flutti vestur á Kyrrahafsströnd. Snjólfur hafði berið bú-
fræðingur frá Ólafsdal. Kona hans var Sigríður Stefáns-
dóttir, ættuð úr Borgarfirði eystra, giftist aftur Ólafi Páls-
syni. Snjólfur er látinn fyrir löngu.
KRISTJÁN ROSEMAN nam land á S.E. Sec. 18, T.
20, R. 5. Bjó þar nokkur ár, en flutti svo vestur að hafi.
JÓN MAGNÚSSON, ættaður úr Öræfasveit í Skapt-
afellssýslu, nam land á S.V. Sec. 30, T. 20, R.4. Bjó þar
nokkur ár og kom upp stórri gripahjörð og græddi mikið
á henni. Flutti sig svo norður að Dog Lake og hafði þar
fjölda gripa. Hann dó þar haustið 1917, ókvæntur og
barnlaus.
ÞORSTEINN EYÓLFSSON Kristjánssonar frá Breið-
avaði í Eiðaþinghá, nam land á N.V. Sec. 31, T. 19, R. 4,
og bjó þar nokkur ár. Dvaldi lengi suður í N. Dakota
áður en hann kom hingað. Flutti af Islandi 1878. Þor-
steinn er fyrir löngu látinn. Fyrri kona hans hét Ragn-
heiður Halldórsdóttir, eyfirsk. Seinni kona hans var
Kristiana Jónsdóttir.
Ragnar sonur Þorsteins nam land á S.V. Sec. 31, T.
19, R. 4, en bjó með föður sínum.
MAGNÚS BJARNASON járnsmiður keypti land á
N.V. Sec. 16, T. 20, R. 5. Kona hans var Rósa Sveins-
dóttir. Synir þeirra hétu Þórarinn, Bismarck, Otto og
Bjarni. Magnús var ættaður úr Skagafirði.
Þórarinn sonur hans nam land á N.E. Sec. 21, T. 20,
R. 5, og bjó þar með föður sínum. Kona Þórarins var
Lilja Árnadóttir Einarsson. Magnús er nú látinn fyrir