Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 63
ALMANAK 1944
63
með þeim straum flaut Kristján til Seyðisfjarðar og settist
þar að og kvæntist vorið 1898, Guðbjörgu Jónsdóttur,
ættaðri af Akranesi. Fáum árum seinna fluttu þau til
Ameríku og settust að í Winnipeg. Þar stundaði Kristján
byggingavinnu nokkur ár, og bygði nokkur hús sjálfur,
sem hann seldi með hagnaði, því þá var Winnipegborg
á miklu framfara skeiði.
Árið 1904 flutti Kristján í þessa bygð, og keypti N.E.
Ví Sec. 36, T. 19, R. 5. Bygði sér bæ og bjó þar 8 ár. Árið
1915 seldi Kristján land sitt, og náði í heimilisrétt á N.V.
Vi Sec. 25, T. 19, R. 5. Þar bygði hann gott íbúðarhús og
útihús, og bjó þar nokkur ár. Þá seldi hann enn, og flutti
alfari til Lundar bæjar, því kona hans var biluð á heilsu
og treystist eigi til að búa lengur. Hún andaðist árið 1926.
Sex börn þeirra eru lifandi: 1. Kristjana Jónína, hæfileika
stúlka og lengi búin að vinna á posthúsinu á Lundar. 2.
Laufey Lára, gift Jóni Marteinssyni í Langruth. Eiga
þau einn son, Jón Kristján að nafni. 3. Kristín Margret,
vinnur við verzlun. 4. Eggert Vigfús, verkhagur maður.
5. Jóhann Axel, kvæntur Ásu Freeman. 6. Guðmundur
Steinn, kvæntur Fjólu, dóttur Snæbjörns Halldórssonar.
Þau eiga einn son, að nafni Kristján.
Kristján hefir bygt mörg hús hér í bæ og sveitinni,
en er nú sestur um kyrt með dætrum sínum og eiga í
sameiningu fallegt heimili á Lundar og una vel hag sínum.
BERGÞÓR JÓNSSON Þórarinssonar, frá Hriflu í
Ljósavatnshreppi er fæddur þar 1859, og ólst upp þar til
15 ára aldurs. Var svo á Ljósavatni í 6 ár. Þaðan flutti
hann austur í Möðrudal á Fjöllum, til Stefáns Einarssonar
stórbónda þar, og var vinnumaður hjá honum í 7 ár.
Bergþór kvæntist, árið 1882, Vilhelminu Eyjólfs-
dóttur timburmanns Jónssonar bónda í Naustahvammi
á Norðfirði. Reistu þau bú að Rangárlóni í Möðrudals-
heiði, og bjuggu þar í 4 ár. Þá var hart í ári á íslandi,