Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 75
ALMANAK 1944
75
ÁGXJST JÓNSSON Bjarnasonar frá Sörlatungu í
Hörgárdal við Eyjafjörð, (móðir hans var Soffía Mánassa-
dóttir) flutti til Ameríku 25 ára gamall, árið 1887. Dvaldi
í North Dakota ein tíu ár, þrjár mílur norður af Hallson
P. O. Þá flutti hann til Alptavatnsbygðar og nam land
á N.V. Sec. 14, T. 20, R. 5 og bjó þar til dauðadags. Hann
keypti annað land á N.E. Sec. 14, T. 20, R. 5. Kona hans
hét Margrét Árnadóttir. Þau giftust á Torfastöðum í
Svartárdal 1882. Börn þeirra eru 1. Þorbjörg, gift enskum
manni. 2. Jón, kvæntur Margrétu Björnsdóttur. Þau búa
norður við Oakview og eiga börn. 3. Matthías, býr í Win-
nipeg, kvæntur Hrefnu Magnúsdóttur, eiga börn. 4. Frið-
rik, kvæntur Guðrúnu Snæbjörnsdóttur. Búa vestur við
haf. 5. Lárus, kvæntur Ólöfu Steinsdóttur. Eiga mörg
börn. 6. Alexander Archibald, kvæntur Olgu Guðjóns-
dóttur Jónssonar.
JÓN BJARNASON frá Sörlatungu í Hörgárdal og
seinni kona hans fluttu til Ameríku 1883. Fóru til Hallson
í North Dakota og bjuggu þar mörg ár. En árið 1890
flutti hann til Alptavatnsbygðar og nam land á N.V. Sec.
12, T. 20, R. 5 W. Þar bjuggu þau hjón til dauðadags.
Soffia Mánassadóttir fyrri kona Jóns, andaðist á Islandi
1864. En hann kvæntist aftur Helgu Þorláksdóttur frá
Hörgárdal í Evjafirði. Börn Jóns eru: 1. Ágúst, getið hér
næst á undan. 2. Bjarni, kom vestur með föður sínum og
nam land á S.V. Sec. 18, T. 20, R. 4. Þar bjó hann yfir þrjá-
tíu ár. Bjarni kvæntist árið 1888 Nikólínu Nissdóttur, Pet-
erson. Hún andaðist árið 1913. Móðir Nikólínu hét Sof-
fía Þorlaksdóttir, ættuð af Skagaströnd í Húnavatnssýslu.
Þau hjón eiga einn son á lífi, að nafni Niss Rosemann.
Hann er verzlunarmaður á Lundar. Niss er kvæntur
Steinunni Bjarnadóttur, Sigurðssonar og eiga þau eina
dóttur, er Anna heitir.