Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 119
ALMANAK 1944
119
Fædd 6. febr. 1853 á Klyppstað í Loðmundarfirði í Norður-
Múlasýslu. Foreldrar: Metúsalem Guttormsson og Guðrún
Sigfúsdóttir, sem lengst af bjuggu á Hjálmarsströnd í Loð-
mundarfirði. Kom til Canada sumarið 1913.
31. Gestur Oddleifsson, landnámsmaður að Haga við Islendinga-
fljót í Nýja-íslandi, að heimili sínu þar í byggð, nálega 77
ára að aldri. Foreldrar: Oddleifur Sigurðsson bóndi að Bæ í
Strandasýslu og Una Stefánsdóttir bónda á Ánastöðum á
Vatnsnesi. Fluttist vestur um haf með foreldrum sínum 1874,
en þau settust að á Gimli ári síðar. Kom mikið við félagsmál
bygðar sinnar.
1 des,—Otto W. Bárðarson, skólastjóri gagnfræðaskólans í Carmel,
California, nálega fimmtugur að aldri. Foreldrar: Sigurður
“Hómópati” Bárðarson og Guðrún Daviðsdóttir. (Um Sigurð
(d. 1940), sjá Almanak 1926).
JANÚAR 1943
1. Vilhjálmur Ásbjörnsson, landnemi í Mikley, Man., að heim-
ili sinu. Fæddur: 16. nóv. 1854 í Dalhúsum á Langanesi i
Norður-Múlasýslu. Foreldrar: Ásbjörn Tómasson og Rósa
Vilhjálmsdóttir. Flutti vestur um haf til Mikleyjar með fjöl-
skyldu sinni 1887.
1. Fjóla Þórlín Jóhanneson, frá Baldur, Man., á Misericordia
sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd 18. júní 1903 á Akurvöllum
við Riverton, Man. Foreldrar: Þorfinnur Jóhannesson frá
Flögu í Breiðdal og Karolína Andrésdóttir frá Austaralandi
í Axarfirði.
2. Hólmkell Josephson, landnemi í Brúar-bygð í Manitoba, að
heimili sínu. Fæddur á Vestaralandi í Axarfirði í Norður-
Þingeyjarsýslu 3. ágúst 1858. Foreldrar: Jósef Björnsson og
Málfríður Hallgrímsdóttir, er einnig námu land í Brúar-bygð-
inni, löngu látin. Fluttist rúmlega tvítugur til Vesturheims
með foreldrum sínum.
3. Sigríður Ellen Stonson, á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg, 48
ára að aldri.
4. Guðrún Jónsdóttir Bergmann, ekkja Bergþórs Ófeigssonar
frá Hafnanesi í Hornafirði, að heimili sínu í Winnipeg. Fædd
4. febr. 1864 að Vindborðseli á Mýrum í Austur-Skaftafells-
sýslu. Foreldrar: Jón Pálsson og Steinunn Sigurðsdóttir, Flutt-
ist vestur um haf með manni sínum 1903.
4. Björn Hjálmarson, skólaumsjónarmaður fylkisstjórnarinnar
í Sask., að heimili sínu í Regina, Sask. Hann var 55 ára að
aldri, fæddur í Argyle-bygð í Manitoba, sonur Jóns Hjálmars-
sonar frá Krossdal í Þingeyjarsýslu, landnámsmanns, lær-
dómsmaður, er lengi hafði haft unisjón kennslumála með
höndum.