Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 35
ALMANAK 1944
35
að bókmenntum þjóðarinnar og sögu. En þegar svo er
komið, erum vér sjálfir týndir. Hins vegar hefir hann
litlar mætur á þeirri öfgakendu þjóðrækni sem ekkert
vill vita annað en menningu og mál gömlu landanna,
enda þótt menn ali mestan aldur sinn í hérlendu þjóðlífi.
Sögu eina heyrði sá er þetta ritar um hann í Blaine, sem
vel má vera sönn. Aldraður maður, sem búinn var að eiga
heima í bygðinni í fjöldamörg ár, var færður fyrir hann
sem lögregludómara, og ásakaður um að hafa brotið um-
ferðareglur bæjarins. Eftir stutta yfirheyrslu drundi í
dómaranum: “Eg dæmi þig til að taka lexíur í ensku,
þangað til þú getur lesið orðið “Stop” þar sem það verður
fyrir þér.”
Að Andrés er þjóðhollur Ameríkumaður er ljóst af
hinum mörgu þingræðum hans sem á prenti eru, og
öðrum ræðum og ávörpum. Hann dáir mjög stjórnarskrá
Bandaríkjanna og vitnar oft í hana, og þróunarsögu þá
sem að baki hennar liggur. Fjölmörgum löndum sínum
þar vestra hefir hann hjálpað til að komast niður í undir-
stöðuatriðum hins ameríska stjórnarfars, og undirbúið þá
fyrir próf það sem þar er krafist af mönnum áður en þeim
eru veitt borgararéttindi. Hann hefir um langan aldur
verið meðlimur í Grange, samvinnu félagi bænda, og í
Bræðrafélagi Frímúrara.
EINKALlF OG YFIRLIT.
1 einkamálum sínum hefir Andrés verið gæfumaður.
Árið 1905 giftist hann Guðbjörgu Vilhelmínu Ingimund-
ardóttir, Sveinssonar hómopata frá Hólabæ í Langadal í
Húnavatnssýslu. Systir Guðbjargar er Ingibjörg, móðir
hins góðkunna læknis, Páls V. Kolka á Blönduósi. Guð-
björg er fædd árið 1870 en kom vestur um haf árið 1899.
Eftir stutta dvöl í Winnipeg fór hún vestur til Seattle;
þar kyntist hún Andrési, og síðan hafa leiðir þeirra legið
saman. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en tvö börn