Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 46
46
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Sigurður fór með móður sinni, ekkju, til Akureyrar.
Þar kyntist hann Rósu, er síðar varð kona hans og eign-
uðust þau þá drenginn Svafar (f. 28. nóv. 1910) meðan
Rósa sat í festum. Sjálfur gerðist hann sjómaður og fór
(um 1920) til Noregs. Þar mun hann hafa byrjað á vél-
stjóranámi, sem hann fullnumaði sig í eftir að hann kom
til Ameríku. En þangað flutti hann árið 1926 með konu
sína, eftir að þau höfðu verið gift á Akureyri. Settust
þau hjón fyrst að í New York (Brooklyn og Staten Island)
og voru þar ein þrjú ár. Þá fluttust þau til Baltimore
og hafa verið þar síðan (fyrst í 2922 Pinewood Ave. og
síðan í vor í 2817 Chesley Ave.).
Öll árin síðan Sigurður kom vestur um haf hefir
hann verið í þjónustu olíufélaganna Pan American og
Standard Oil. Alls hefir hann verið á skipum þeirra í
22 ár þar af 17 vélameistari (Chief Engineer), en sú staða
er mjög ábyrgðarmikil, enda vel launuð, og gengur næst
skipstjóratign að virðingu. Sigurður er lítill maður, en
hnellinn, fjörlegur og kátur og hinn besti félagi. Gestris-
inn er hann og góður heim að sækja, þá sjaldan að hann
er heima við, en venjulega er hann að sjálfsögðu einhvers-
staðar út í hafsauga, en hvar, er hernaðarleyndarmál nú
á dögum.
Rósa kona hans heitir fullu nafni Sigurrós Jónsdóttir.
Hún er fædd 24. ágúst 1892 í Lögmannshlíð nálægt Akur-
eyri. Foreldrar hennar voru Jónas Sigfússon hákarla-
formaður og Dýrleif Friðfinnsdóttir, þá vinnuhjú hjá
Eggert Stefánssyni og Önnu Davíðsdóttur frá Reistará.
Rósa var sú þriðja af fimm systkinum (Ingibjörg, Herm-
ann, Guðrún og Marenó, öll í Hrísey). Skömmu síðar
fluttu foreldrar Rósu til Hríseyjar, en hún fór þá með
Eggert og Önnu til Glerár og fóstruðu þau hana upp.
Rósa var hjá þeim á Glerá og Akureyri, unz hún giftist
og fór með Sigurði vestur um haf. Eftir það eignuðust