Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 62
62
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Son eiga þau, að nafni, Victor Einar, sem búsettur
er á Lundar, giftur Grace Oliver, efnilegan pilt; þau eiga
son Normann að nafni, og tvær dætur er heita, Björg
Helen og Evelin, báðar í bernsku.
Jón Vestdal er enn við góða heilsu, ræðinn og
skemtilegur.
SVEINBJÖRN SIGURÐSSON Sveinbjörnssonar,
flutti til Ameríku um árið 1890, frá Húsavík í Þingeyjar-
sýslu. Þeir feðgar dvöldu í Vopnafirði nokkur ár. Eftir
fárra ára dvöl í Winnipeg, flutti hann út í þessa bygð
og nam land á S.E. Vi Sec. 6, T. 19, R. 2, og bjó þar og í
grend góðu búi um 30 ár, en þá seldi hann lönd sín og
flutti til Lundar bæjar og hefir dvalið þar síðan 1924.
Kona hans er Eirikka systir Jóns Vestdal. Nú nýlega dáin.
Börn þeirra eru: 1. Sigurður, dvelur hjá föður sínum,
fæddur á íslandi. 2. Sigurbjörg, gift Snæbirni Halldórs-
syni bónda hér í bygð. Þau eiga mörg börn. 3. Halldóra,
gift Ingiberg Ingimundarsyni, búandi á Lundar.
Sveinbjörn og kona hans voru mestu myndarhjón,
og er þeirra áður minst í landnámssögu Grunnavatns-
bygðar, ritaðri af Jóni frá Sleðbrjót.
KRISTJÁN EGGERTSSON Vigfússonar Féldsteð,
er fæddur 3. maí 1864, á Hallbjarnareyri á Snæfellsnesi.
Hann misti föður sinn tveggja ára gamall, en ólst upp
með móður sinni til 14 ára aldurs. Hún hét Þorev Nikulás-
dóttir, ættuð úr Mýrasýslu.
Kristján réðist unglingur norður í Húnaþing og var
vinnumaður nokkur ár, síðan fór hann suður til Reykja-
víkur og lærði þar trésmíði, sem hann ætíð hefir stundað
síðan.
Þegar Kristján var orðinn fulltíða maður, voru Aust-
firðir í uppgangi, og Norðmenn farnir að stunda síldveiðar
á Seyðisfirði. Streymdu menn þangað af Suðurlandi, og