Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 128
128
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
1857. Kom til Canada 1887; settist fyrst að í Þingvallabygð-
inni í Sask., en hafði búið að Vestfold síðan 1894.
23. Margrét E. Stefánsson, ekkja Eggerts E. Stefánsson, (bróður
Kristins Stefánssonar skálds), að heimili sona sinna í Comox,
B. C. Fædd í Skagafirði 15. sept. 1861. Fluttist til Canada
með manni sínum 1887 og áttu heima í Geysir-bygðinni í
Nýja-íslandi þangað til 1910.
1 júní — Tilkynnt, að farist hefði í stríðinu flugmaðurinn Clarence
Norris Magnússon, er var liðþjálfi (Sergeant) í canadiska
flugliðinu. Fæddur í Winnipeg 30. ágúst 1916. Foreldrar:
Ari G. Magnússon og Ragnheiður kona hans þar í borg. Inn-
ritaðist í flugherinn í ágúst 1941 og hafði verið austan hafs
í herþjónustu síðan í nóv. 1942.
JtJLl 1943
1. Öldungurinn Jón Jónsson, fyrrum landemi og bóndi í Mikley,
að Gimli á sumarheimili dóttur sinnar, Þorbjargar Sigurðsson,
frá Riverton, Man. Fæddur 1. febr. 1846 að Svarfhóli í Staf-
holtstungum. Foreldrar: Jón Halldórsson og Helga Jónsdóttir.
Fluttist til Canada með konu sinni, Sigríði Jónsdóttur (dáin
fyrir allmörgum árum) 1878. Var kaupmaður og póstaf-
greiðslumaður um langt skeið, auk búskaparins. Fróðleiks-
maður að eldri tíma hætti.
1. Percy Chaloner Jónasson verslunarmaður, að heimili sínu )
Árborg, Man. Hann var uppeldissonur landnámshöfðingjans
Sigtryggs Jónasson og Rannveigar Briem konu hans, en af
skozku foreldri í báðar ættir; mælti þó á íslenzka tungu sem
fæddur Islendingur og var kvæntur íslenzkri konu, Þórey
Sigríði dóttur Gests Oddleifssonar (Sjá dánarfregn hans 31.
des. 1942 hér að ofan).
6. Dr. Magnús B. Halldórson, að heimili dóttur sinnar, Mrs.
K. Benediktsson, í New York borg. Fæddur að Úlfsstöðum
í Loðmundarfirði 28. nóv. 1869. Foreldrar: Björn Halldórs-
son bóndi á Úlfsstöðum og Holmfríður Einarsdóttir Stefáns-
sonar prests að Presthölum. Fluttist vestur um haf, ásamt
foreldrum sínum og systkinum, 15 ára að aldri. Stundaði
lækningar að Hensel og Souris i N. Dak. um skeið, en síðan
um 25 ára bil í Winnipeg. Stóð framarlega í félagsmálum
og var kunnur fyrir rannsóknir sínar á lungnatæringu.
8. Ólafur Andrésson, landnemi í Lögbergsbygð í Sask., að heim-
ili sínu. Fæddur 23. sept. að Gilsbakka í Skagafirði. For
eldrar: Andrés Guðmundsson og Ingibjörg Eyjólfsdóttir.
Fluttist vestur um haf til Nýja-lslands 1888, en rúmum þrem
árum síðar í Lögbergsbygð.
14. Guðrún Árnadóttir Sigurðsson, ekkja Guðmundar Sigurðsson,
á elliheimili í Blaine, Wash. Ættuð úr Selvogi í Árnessýslu,
fædd 11. sept. 1862. Foreldrar: Árni Bjarnason og Guðrún