Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 113
ALMANAK 1944
113
starfsemi, en samningurinn um stofnun hjálpar- og endur-
reisnar-stofnunarinnar var undirritaður í Hvíta lnisinu í
Washington þ. 9. nóv.
14. nóv. — Minnst með mannfagnaði 70 ára afmælis
Capt. Joseps B. Skaptason í Winnipeg, en hann hefir á
ýmsan hátt látið sig skipta íslenzk félags- og menning-
armál.
19. nóv. — Stofnuð allfjölmenn þjóðræknisdeild í Ar-
gyle, Man. Embættismenn voru þessir kosnir: Séra Egill
H. Fafnis, forseti; B. S. Johnson, vara-forseti; G. J. Ole-
son, ritari; og Tryggvi Johnson, féhirðir.
22. nóv. — Fjölmenn Þjóðræknisdeild stofnuð að
Gimli, Man. Embættismenn voru kjörnir: Dr. Kjartan
Johnson, forseti; W. J. Árnason, vara-forseti; Mrs. Hilda
Shaw, ritari; Th. Thordarson, fjármálaritari; Elías Ólafs-
son, féhirðir.
26. nóv. — Victor B. Anderson prentari endurkosinn
bæjarfulltrúi fyrir 2. kjördeild í Winnipeg og séra Philip
M. Pétursson endurkosinn skólaráðsmaður í sömu kjör-
deild með miklu atkvæðamagni.
27. nóv. — Varð Magnús Markússon skáld í Winni-
peg hálfníræður; auk ljóðabóka hans, liggur eftir hann
fjöldi kvæða í íslenzku vikublöðunum, einnig frá síðustu
árum, og fer fjarri, að nokkur ellimörk sjái á nýjustu
kvæðum hans.
29. nóv. — Hélt Miss Agnes Sigurðson píanóhljóm-
leika í samkomuhöll Winnipegborgar (Winnipeg Audi-
torium) við ágæta aðsókn og mikla hrifningu áheyrenda;
taldist samkoma þessi merkisviðburður í hljómlistarlífi
borgarinnar.
1. des. — Tuttugu og fimm ára afmælis fullveldis
Islands minnst með hátíðahaldi á heimili Thor Thors,
sendiherra í Washington, í útvarpi og með sérstökum
blaðagreinum í tilefni dagsins.