Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 52
52
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
nipeg, sem áttu frumkvæði að skrásetningu atvinnulausra
kvenna þar í borg með það markmið fyrir augum að afla
þeim atvinnu og bæta kjör þeirra á annan hátt. Eigi
veittist henni þó tækifæri til að ljúka því verki, því að
tveim árum síðar var hún af sambandsstjórninni í Canada
skipuð í ráðgefandi nefnd kvenna, er var hluti af lands-
nefnd þeirri, er rannsaka skyldi vandkvæðin, sem fylgdu
hinu mikla atvinnuleysi á þeim árum, og ráða fram úr
þeim. Stuttu síðar var hún kosin formaður umræddrar
ráðgefandi nefndar. Þá er starfi þeirrar nefndar var
lokið, var hún af hálfu sambandsstjórnarinnar canadisku
skipuð í aðra aðstoðarnefnd, er vann að atvinnubótum
og fræðslu fyrir æskulýð þjóðarinnar. Útheimtu nefndar-
störf þessi mikinn tíma og ferðalög víðsvegar um landið,
en ólaunuð voru þau, nema hvað ferðakostnaður í því
sambandi var greiddur af hinu opinbera.
Eitt af síðustu þjóðþrifaverkum frú Jórunnar var
það, í náinni samvinnu við mann sinn, að leggja grund-
völlinn að fræðslustarfsemi fyrir canadiska hermenn, er
veitti þeim gleggri skilning á þeim meginmálum, sem nú
er barist um í heiminum, og aukna þekkingu um hlutdeild
Canada í stríðinu. Hennáladeild landsstjórnarinnar tók
þessar mikilvægu, tillögur hennar til greina og er fræðslu-
kerfi það, sem nú er við lýði í þeim efnum, byggt á þeim.
Iiinar mörgu opinberu stöður, sem frú Jórunn
skipaði, og forganga hennar í fjölda mála, sem horfðu til
þjóðarheilla, bera því órækan vott, hversu viðtæks og
mikils trausts hún naut og hve miklum forystuhæfileik-
um hún var gædd. Hjá henni fóru einnig saman persónu-
legur glæsileiki og gjörvileiki í ríkurn mæli, enda eignað-
ist hún trygga vináttu og fölskvalausa aðdáun ýmsra
fremstu manna hinnar canadisku þjóðar, svo sem sjálfs
núverandi forsætisráðherra hennar, W. L. Mackenzie
King. Kom það gleggst fram í minningargreinum þeim,
er birtust að henni látinni, hve djúp og viðfeðm ítök hún