Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 65
ALMANAK 1944
65
En 1936 flutti Sigfús og kona hans til Lundar bæjar.
Bygði hann sér þar hús og settust þar að. Eru þau nú
hnigin að aldri. Þau hafa búið dável og alið upp mörg
börn, sem öll eru orðin fullorðin. Sigfús tók sér ættarnafn-
ið Borgfjörð. Börn þeirra hjóna eru: 1. Eysteinn, kvæntur
Láru Johnson Melsteð, og býr við Arnes, P.O., fæddur
1895. 2. Rafnkell, kvæntur innlendri konu, fæddur 1905.
3. Margrét Stefanía, fædd 1907. 4. Sigurjón, fæddur
1909, kvæntur Sigríði Bjarnadóttur. Þau eiga börn. 5.
Anna Steinunn, fædd 1920, gift Jóni Hallssyni og búa
á Lundar.
SKÚLI TORFASON Jónssonar er fæddur 1852, á
Sandbrekku í Norður-Múlasýslu. Móðir hans var María
Bjarnádóttir, ættuð af Fljótsdalshéraði.
Skúli var alinn upp af Skúla Björnssyni, bónda í
Brúnavík í Borgarfirði, í miklu eftirlæti, og hét í höfuðið
á honum.
Á tvítugs aldri réðist Skúli á norskt skip og var í
siglingum í mörg ár, og fór víða bæði um Evrópu og
langt inn á Miðjarðarhaf, og undi hið besta hag sínum á
sjónum.
Eg þekki Skúla persónulega og get því fullyrt, að
hann var góður og heppinn sjómaður, ágæt skytta og fjöl-
hæfur í besta lagi, glaður og reifur við hvern sem var,
og gestrisinn og greiðvikinn við alla.
Skúli kvæntist 1874, norskri konu, Jóhönnu Jacobs-
dóttur og flutti til Seyðisfjarðar og stundaði þar fiski-
veiðar í 7 ár, en þá flutti hann til Vopnafjarðar og dvaldi
þar, uns hann fór til Ameríku, árið 1903, og sama ár út
í þessa bygð og nam land á S.V. Vi Sec. 10, T. 21, R. 5, og
og bjó þar 7 ár; þá seldi hann landið sitt og flutti til
borgarinnar Winnipeg. Þar bygði hann sér hús og vann
við smíði nokkur ár. En árið 1923 seldi Skúli hús sitt
fyrir tvö lönd með góðum byggingum og fór að búa með