Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 97
HELZTU VIÐBURÐIR
meðal Islendinga í Vesturheimi.
- 1942 -
Maí — Við úrslit tólfta bekkjar prófa það vor hlaut
Vordís Friðfinsson í Arborg, Manitoba, námsverðlaun
menntamálaráðs Manitoba fylkis (Manitoba Scholarship)
að upphæð $650.00; skal þess jafnframt getið, að hún
hafði að mestu leyti lesið utanskóla.
18. maí — Lauk J. Hermann Ólafson (sonur þeiira
Jóns K. Ólafson fyrrv. ríkisþingmanns og Kirstínar konu
hans að Gardar, N. Dakota) fullnaðarprófi við ríkishá-
skólann í Norður Dakota og hlaut mentastigið “Bachelor
of Science”. Er hann nú í her Bandaríkjanna. (Nafn þessa
unga efnismanns hafði af vangá fallið úr nemendaskránni
hér í ritinu í fyrra og eru hlutaðeigendur beðnir velvirð-
ingar).
12. nóv. — Ríkisstjóri Islands, Sveinn Björnsson, gerði
Vestur-lslendingum, er dvelja á Islandi, virðulegt heim-
boð að Bessastöðum, bústað ríkisstjóra. Þessir Islend-
ingar vestan um haf tóku þátt í heimsókninni: William
Dínusson, Dóri Hjálmarsson, Miss Ann Ólafsson, Leon
H. Zeuthen, Virgil Jonatan, Snorri Benediktsson, Hjálmar
Björnsson, Björn Björnsson og Jón Björnsson.
17. des. — Sveitarráð North Kildonan, Man., hélt
Arinbirni Bardal veglegt kveðjusamsæti í tilefni af því,
að hann var þá að ílytja alfarinn til Winnipeg eftir að
hafa átt sæti í sveitarstjórninni um 17 ára skeið; var hon-
um einnig afhent skrautritað ávarp og höfðingleg gjöf
við það tækifæri.
Des. — Frederick A. Ólafson, sem nám stundar á
Harvard háskóla, hlýtur á ný verðlaun fyrir framúrskar-
andi dugnað í námi, að þessu sinni námsstyrk þann, er