Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 59
SAFN TIL LANDNÁMSSÖGU ISLENDINGA
I VESTURHEIMI.
Framhald landnámssögu
Alptavatnsbygðar
Eftir Sigurð Baldvinsson.
EIRIKUR JÓNSSON SCHEVING Einarssonar Stef-
ánssonar prests á Prestshólum, Lárussonar Klausturhald-
ara, Hannessonar sýslumanns, Lavrenssonar sýslumanns
í Eyjafirði, frá Scheving á Jótlandi, er fæddur á Hólalandi
í Borgarfirði eystra, 11. nóvember 1874. Móðir hans er
Guðný Eiríksdóttir, Jónssonar frá Hleinargerði í Eyða-
þinghá. Hann ólst upp með foreldrum sínum til 14 ára
aldurs, þá fór hann til Ameríku og leitaði á fund Stefáns
bróður síns, sem hingað var fluttur fáum árum áður, og
búsettur í Winnipeg.
Eiríkur Scheving varð fyrir því mótlæti, að missa
sjón á báðum augum tveggja ára gamall, en sá þó ofurlitla
glætu til 30 ára aklurs. Þá varð hann stein blindur og
ástæðan fyrir því, að hann fór svo ungur til Ameríku, var
sú, að hann bjóst við, að hérlendir læknar gætu bætt sér
sjónleysið. En þrátt fyrir margar tilraunir þeirra, varð
enginn árangur af því, til gagns.
Þegar Eiríkur sá að engin von var um bata við sjón-
leysi sínu, leitaði hann til frænda sinna, Eiríks og Högna,
bænda í Laufási við Lundar. Fékk hinar bestu viðtökur
og lifði í skjóli þeirra bræðra, þangað til að þeir báðir
voru látnir, og síðan hefir hann dvalið hjá Björgu dóttur
Högna, konu Björns Björnssonar bónda í Laufási, ætíð
vel og virðulega haldinn, sem væri hann einn af fjö'l-