Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 27
ALMANAK 1944
27
sem best í horfinu um efnisval, með hið sérstæða hlutverk
Almanaksins fyrir augurn, eins og stofnandi þess hafði
rnarkað því svið. í samráði við útgefendur hefir bálkur-
inn um helstu viðburði meðal Islendinga í Vesturheimi
þó verið gerður nokkuð fvllri en áður var, og hefir sú
nýbreytni mælst vel fyrir. Er áhersla lögð á það að taka
það eitt upp í atburðaskrána, sem sérstaklega er frásagn-
arvert að einhverju leyti, en vitanlega getur það oft verið
álitamál; jafnframt er það tilgangurinn að gefa sem fjöl-
þættasta mynd af menningar — og starfslífi Islendinga
vestan hafs ár hvert.
Skrifað stendur: “Af ávöxtunum skuluð þér þekkja
þá!” Sú mælisnúra nær til allra athafna manna. Og sé
hún lögð á Almanak þetta og það hlutverk, sem stofn-
andi þess ætlaði því sérstaklega að vinna: að varðveita
eftirtímanum til gagns sem mestan fróðleik um landnáms-
sögu Islands í landi hér, þá má hiklaust segja, að sú við-
leitni hafi þegar borið drjúgan og góðan ávöxt. Þarf eigi
annað en minna á það, hve oft er til Almanaksins vitnað
í mörgu því helsta, sem fram að þessu hefir verið ritað
um landnám og líf fslendinga vestan hafs.
Bendir því margt til þess, að Einari H. Kvaran rit-
höfundi hafi mælst spámannlega, er hann fór þessum
orðum um landnámssöguþættina í Almanaki Ólafs S.
Thorgeirssonar í inngangsritgerð sinni að safnritinu
Vestan um haf (1930): “Ekki er það ólíklega til getið, að
einhverntíma á komandi öldum verði þetta heimildarrit
jafndýrmætt afkomendum þeirra eins og Landnáma er
„ »
oss.
Hafa þeir bræður í huga að halda áfram útgáfu Alm-
anaksins enn um skeið, og er það eindreginn ásetningur
þeirra og ritstjórans að vinna það verk með þeim hætti,
að sem verðugast sé minningu hins þjóðrækna og fram-
sýna stofnanda ritsins og þjóðstofninum íslenzka til
varanlegrar nytsemdar.