Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 74
74
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
og bjó á því landi, þar til hann flutti til íslands aftur. En
börn hans voru kyrr hér í landi. 1. Sigurbjörn, kvæntur,
1917, Maríu Helgadóttur Oddson. Þau eiga fimm börn:
Helgi; Jóhann; Páll; Alexander; Sigurður Oddur; Guð-
ríður, gift Guðjóni Eiríkssyni. Eiga börn.
SIGURJÓN JÓNSSON Eiríkssonar frá Eyjaseli í
Jökulsárhlíð, (móðir hans hét Anna Halldórsdóttir) flutti
tli Ameríku árið 1897 og út í þessa bygð. Hann nam land
á N.E. Sec. 28, T. 20, R. 5 og bjó þar nokkur ár. En sökum
vanheilsu, hætti hann búskap og flutti til Lúndar bæjar
og stundar viðarsögun og ýmsa aðra atvinnu, og líður vel.
Kona hans er Ragnheiður Þórðardóttir Sigurðssonar;
þau eiga fjögur börn, er heita: 1. Vilmar. 2. Loyd. 3. Vil-
hjálmur. 4. Jóhann. Allir í bernsku. Þau hjón eiga fallegt
heimili og eru vinsæl.
ÞÓRÐUR SIGURÐSSON frá Laugarfossi í Mýra-
sýslu, (Móðh hans var Bergþóra Bergþórsdóttir) flutti
til Ameríku árið 1900 og flutti í þessa bygð 1903. Hann
nam land á S.V. Sec. 34, T. 19, R. 4, og bjó þar í átta ár,
þá flutti hann til Lundar bæjar og hefir dvalið þar síðan.
Kona hans er Guðbörg Sigurjónsdóttir. Hún ólst upp
hjá Grímólfi hreppstjóra og Steinunni konu hans. Flutt-
ist með þeim til Ameríku fyrir næst liðin aldamót. Mun
þeirra getið í Landnámsþætti Mikleyinga. Móðir Guð-
bjargar hét Elisabet Jóhannsdóttir, ættuð úr Snæfellsnes-
sýslu. Grímólfur og Steinunn bjuggu í Máfahlíð á Snæ-
fellsnesi.
Börn þeirra Þórðar og Guðbjargar eru þessi: 1. Ragn-
heiður, gift Sigurjóni Jónssyni. 2. Steinunn, ógift heima.
3. Grímólfur, smjörgerðarmaður á Lundar. 4. Sigurður,
vinnur í gullnámu. 5. Sigurjón Baldur. Þórður fékk slag,
fyrir mörgum árum. Varð hann þá ófær til vinnu. En
konu lians hefir búið með börnum sínum og farnast vel.