Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 125
ALMANAK 1944 125
Fæddur 23. okt. í Árborg, Man. Foreldrar: Guðjón og Salín
Johnson. (Sjá dánarfregn hennar 3. des. 1942, að ofan.)
4. Gísli Jóhannsson, landnámsmaður í Hallson-bygð í N. Dak.,
á sjúkrahúsi í Langdon, N. Dak. Fæddur á Vigdísarstöðum
í Húnavatnssýslu 29. júní 1851. Foreldrar: Jóhann Bjarnason
og Guðfinna Gisladóttir. Fluttist \’estur um 1874. Hafði búið
í Hallson-bygð um 60 ára skeið.
6. Ragnheiður Johnson Wulff, á St. Josephs sjúkrahúsinu í
Bellingham, Wash. Fædd 20. okt. 1891 i Hallson-bygðinni
í N. Dak. Foreldrar: Daniel og Kristin skáldkona Johnson,
er lengi hafa búið í Blaine, Wash.
10. Björg Thorsteinsson, kona Bjarna Thorsteinsson Ijósmynda-
smiðs, að heimili sínu í Selkirk, Man. Fædd í Bakkagerði í
í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu 31. des. 1878. Foreldrar:
Jón Jónsson bóndi og alþingismaður í Sleðbrjót, síðar land-
nemi í Manitoba, og Guðrún Jónsdóttir. Fluttist til Vestur-
heims með manni sinum 1903.
11. Maria Árnason, á sjúkrahæli í Winnipeg, 83 ára að aldri.
Fædd á Leifsstöðum í Svartárdal í Húnavatnssýslu.
14. Egilsína Friðrikka Jóhannsson, í Fargo, N. Dak. Fædd í
Hallson-bygð þar í ríkinu 4. júní 1888. (Um ætt hennar, sjá
dánarfregn Gisla föður hennar 4. apríl hér að ofan).
16. Stefán Einarson Johnson, að heimili bróður síns, Bergthór
E. Johnson, í Winnipeg. Fæddur í Mikley í Nýja-lslandi 22.
ágúst 1894. Foreldrar: Einar Johnson, ættaður úr Skagafirði,
og Oddfríður Þórðardóttir, borgfirsk að ætt.
18. Samuel Goodmanson, að heimili sínu í Winnipeg, 82 ára.
Fæddur í Njarðvíkum í Gullbringusýslu og hét skírnarnafni
Þorsteinn Guðmundsson Klemenssonar.
23. Kristjana Margrét Árnason, að heimili sínu í Bellingham,
Wash. Fædd 31. okt. 1869 að Helgafelli í Snæfellsnessýslu.
Foreldrar: Halldór Magnússon og Jóhanna Jónsdóttir. Flutt-
ist vestur um haf með foreldrum sínum 1883, en þau voru
landnemar í Argyle-bygð í Manitoba.
24. Stefán Johnson, að heimili sínu í Winnipeg. Fæddur í Sköru-
vík á Langanesi 18. maí 1855. Foreldrar: Sigurður Jónsson
og Margrét Pétursdóttir. Fluttist með þeim til Bandarikjanna
1879, en hafði verið búsettur í Winnipeg siðan 1889.
26. Hólmfríður Salome Fines, á Almenna sjúkrahúsinu í Van-
couver, B. C. Fædd að Swan Lake, Man., 8. mars 1898. For-
eldrar: Árni og Kristín Einarsson. Kennslukona á ýmsum
stöðum i Manitoba og Saskatchewan.
26. Kristján Ólafsson, lífsábyrgðarumboðsmaður, á heimili sínu
í Winnipeg, Man. Fæddur að Litla-Hrauni í Hnappadals-
sýslu 30. sept. 1856. Foreldrar: Ólafur Þorvaldsson og Mar-
grét Kristjánsdóttir. Kom vestur um haf til Bandarikjanna