Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 23
ALMANAK 1944
23
ársfjórðungsritinu Syrpu, er Ólafur gaf út, sérstaklega
hinu síðarnefnda, er var ágætt skemmtirit og þjóðlegt í
besta lagi.
Áhugi Ólafs á þjóðlegum verðmætum íslenzkum,
samhliða glöggum skilningi hans á fróðleiks — og menn-
ingargildi þeirra, kemur þó hvergi betur fram heldur en
í útgáfu Almanaks hans og safni hans þar til landnáms-
sögu Islendinga í Vesturheimi’ að ógleymdri hinni jafn-
verðmætu skrá um helstu viðburði og mannalát meðal
Islendinga vestan hafs, sem Almanakið hefir einnig flutt
að kalla má frá upphafi vega sinna.
Gerði Ólafur sér mjög snemma á árum glögga grein
fyrir því, hvers virði það yrði fyrir framtíðina að safnað
væri eftir hinum bestu heimildum drögum til Sögu
íslendinga í Vesturheimi, áður en fennti um of í spor
íslenzkra landnema í landi þar eða þeir, er kunnu réttast
frá þeim hlutum að segja, væru komnir undir græna torfu.
Fer hann eftirfarandi orðum um þetta áhugaefni sitt í
stuttum formála að fyrsta landnámssöguþættinum, en
hann kom út í Almanakinu 1899:
“Það getur vissulega haft engu minni þýðing á
ókominni tíð, að til sé áreiðanlegt rit um upphaf Islend-
ingabyggða í Vesturheimi en það á liðnum öldum hefir
haft fyrir þjóð vora á Islandi, að hún forðum eignaðist
sína merkilegu Landnámabók ... Tími er vissulega til
þess komin, að rifja upp fvrir Vestur-íslendingum megin-
atburðina í landnámssögu þeirra svo að þeir ekki falli í
gleymsku og dá, um leið og eldri mennirnir, sem við þá
voru riðnir, hverfa burt af sjónarsviðinu.
Útgefandi þessa Almanaks vill styðja að því, að
þessum söguatriðum sé haldið á lofti. 1 því skyni hefir
hann gert ráðstöfun fyrir því, að hið litla ársrit hans flytji
framvegis smátt og smátt þætti úr sögu vestur-íslenzku
frumbyggjanna, þangað til úr þeim er orðið heilt safn, er
nær til allra Islendingabyggðanna hér í Vesturheimi.”