Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 131
ALMANAK 1944
131
vestur um haf 18 ára að aldri. Var búsett í N. Dak. þangað
til 1942.
SEPTEMBER 1943
4. Elín Jónína Jónsdóttir Thordarson, ekkja Guðmundar J.
Thordarson, fyrrum bónda í grend við Garðar, á sjúkrahúsi
í Grafton, N. Dak. Hafði um allmörg undanfarin ár átt heim-
ili í Miles City, Montana. Fædd á Einfætisgili í Hrútafirði í
Strandsýslu 5. júlí 1876. Foreldrar: Jón Jónsson frá Mæri
og Ragnheiður Jósephsdóttir.
6. Pétur Björn Lúðvík Pétursson, að heimili sínu í Winnipeg,
43 ára að aldri. Fæddur í Roseau, Minn. en fluttist til Winn-
ipeg 1905. Foreldrar: Björn Pétursson kaupmaður og fyrri
kona hans Guðrún Isleifsdóttir.
6. Jóhanna Kjernested, kona Kristjáns Kjernested, að heimili
sínu að Gimli. Fædd 25. ágúst 1856 að örlygsstöðum í Helga-
fellssveit í Snæfellsnessýslu. Foreldrar: Jóhannes Jóhannes-
son og Hólmfríður Jónsdóttir. Kom til Vesturheims með
manni sínum 1892.
10. Margrét Elíasson, kona Guðmundar Elíasson, að heimili sínu
á Gimli. Fædd að Fosshól í Víðidal í Húnavatnssýslu 24.
nóv. 1867. Foreldrar: Sveinn Þorsteinsson, ættaður úr Eyja-
firði, og Kristín Jónsdóttir. Kom til Canada aldamótaárið.
14. Eyjólfur Gíslason, um langt skeið búsettur að Gimli, á Al-
menna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fæddur 3. nóv. að Höskulds -
staðaseli á Skagaströnd í Húnavatnssýslu. Foreldrar: Gísli
Guðmundsson og Þorbjörg Halldórsdóttir. Flutti til Vestur-
heims 1912.
14. Kristrún Sigurgeirsdóttir, að heimili sínu í Winnipeg. Fædd
16. júní 1854. Foreldrar: Sigurgeir Jónsson bóndi á Galta-
stöðum ytri í Hróarstungu og Ólöf Gabrielsdóttir. Fluttist til
Ameríku 1887 með Valgerði systur sinni og manni hennar,
séra Magnúsi J. Skaptasyni.
17. Sigríður Stefanía Oddleifsson, ekkja Stefáns Oddleifsson (d.
1903), að heimili Oddleifs sonar síns í St. Vital, Man. Fædd
á Skeggjastöðum i Vopnafirði 18. maí 1862. Foreldrar: Stef-
án Þorsteinsson og Sigurborg Sigfúsdóttir. Kom með fólki
sínu til Gimli í “stóra hópnum”, árið 1876.
18. Jón Arnórsson, að heimili sínu í Piney, Man. Fæddur á Vorsa-
bæ í Ölfusi 30. apríl 1874. Kom vestur um haf 1911, settist
að í Piney og átti þar heimili jafnan síðan.
19. María Árnadóttir Bjarnason, kona Halldórs Bjarnason, að
heimili sínu í Winnipeg. Fædd 31. okt. 1868 á Hofsósi við
Skagafjörð. Foreldrar: Arni Árnason og Sigríður Eggerts-
dóttir. Fluttist til Vesturheims 1892.
19. Guðmundur Angantýr (Guðmundsson) Goodman, druknaði í
fiskiróðri í grend við Rabbit Point á Winnipeg-vatni. Fæddur