Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 105
ALMANAK 1944
105
Bachelor of Household Science:
Margaret Frances Cook og Marjorie Aileen
Craddock, báðar frá Saskatoon.
Certificate in Agriculture:
Jónas Krisjánsson, Wynyard, er einnig vann
heiðurspening háskólans í jarðrækt (Field Husbandry).
Maí — 1 þeim mánuði luku þeir Kristján Kristjánsson
(sonur Hannesar kaupmanns Kristjánsson og Elínar konu
hans að Gimli, Man.) og Benedict Verne Benedictson
(sonur Mr. og Mrs. Gísli Benedictson í Wynyard, Sask.)
fullnaðarprófi við fylkisháskólann í Alberta, með heiðri,
og hlutu mentastigið “Bachelor of Science”. Hefir Krist-
ján, sem Baldur bróðir hans (smbr. Almanak 1941 og
1942), hlotið styrk til framhaldsnáms í Polytechnic Insti-
tute í Virginia í Bandaríkjunum, en Benedict stundar
framhaldsnám í veðurfræði í Toronto-háskóla.
Maí — Hjálmar A. Bergman, K. C., lögfræðingur,
kosinn forseti í allsherjar félagsskap lögfræðinga í Mani-
toba-fylki (The Law Society of Manitoba) og er hér um
að ræða hæsta heiður, sem lögfræðingastétt fylkisins á
yfir að ráða. Hefir hann árum saman verið í hópi forystu-
manna þeirra og einnig gengt mikilsháttar störfum í
þágu fylkisstjórnarinnar.
21. maí — Á ársfundi Læknafélagsins í Winnipeg var
dr. B. J. Brandson kosinn lífstíðar (heiðurs) félagi þess,
en hann hefir um langt skeið notið hinnar mestu virðing-
ar og vinsælda bæði sem prófessor við læknaskólann í
Winnipeg og skurðlæknir við Almennasjúkrahúsið þar.
23. maí — Við vorprófin á ríkisháskólanum í Norður
Dakota útskrifaðist Richard Earle Árnason (sonur Rich-
ard B. Árnason og konu hans í Grand Forks, N. Dak.) í
verzlunarfræði og hlaut mentasigið “Bachelor of Science
in Commerce”. Nokkru áður hafði hann verið kosinn
félagi í “Blue Kev” (Honorary Service Fraternity), í við-