Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Síða 76
76
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Bjarni Jónsson, er enn við góða heilsu, þó orðinn sé
hann 76 ára gamall. Hann er sestur að hjá Niss syni sín-
um og konu hans, sem eiga gott heimili á Lundar, og unir
vel hag sínum.
BJÖRN JÓNSSON frá Eyjaseli í Jökulsárhlíð, kvænt-
ur Guðrúnu Pálsdóttur, Sigurðssonar, Guðmundssonar
sýslumanns í Krossavík í Vopnafirði, flutti til Ameríku
1889, og þegar út í þessa bygð. Hann nam land á N.E.
Sec. 28, T. 19, R.5. Bygði sér þar bústað og bjó þar í tut-
tugu ár, góði búi. Börn þeirra eru: 1. Páll. 2. Jón. 3. Jóhann.
4. Þórarinn. 5. Ingi Gunnar, kvæntur enskri konu og
eiga þau tvo sonu, Clifford og Hugh. Dætur Björns og
Guðrúnar eru: 6. Sigríður, kona Jóns Björnssonar, bónda
við Silver Bay. Eiga mörg uppkomin börn. 7. Helga, gift
Bill Steinson. Þau eiga fimm börn. 8. Guðný, ógift, vin-
ur hjá Hudsons Bay félaginu.
PÁLL BJÖRNSSON Jónssonar, þess er getið er um
í næsta þæti á undan, ólst upp með föður sínum til full-
orðinsára, en keypti land í félagi með Jóni bróður sínum.
5. V2 Sec. 28, T. 19, R. 5, og bjuggu þar í ellefu ár. Bygðu
sér góðan bólstað og nefnu, “Hofteig”. Seinna seldu þeir
bræður lönd sín, og þá flutti Páll til Lundar bæjar, keypti
þar stórt hesthús og stundaði keyrslu ferðamanna, flutn-
ing o. fl. En nú hefir hann flutningabíl á brautinni til
borgarinnar Winnipeg.
Páll er giftur, Fjólu, dóttur Magnúsar Kristjánssonar
kaupmanns á Lundar. Þau eiga fjögur börn. 1. Páll,
2. Donald, 3. Sorrel, 4. Margret Guðrún.
JÓN, sonur Björns Jónssonar frá Eyjaseli, kom korn-
ungur með foreldrum sínum til Ameríku, og ólst upp hjá
þeim. Hann nam land á N.E. Sec. 33, T. 19, R. 5 W., og
keypti í félagi við Pál bróður sinn, S.V. % Sec. 22, og