Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 42
42
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
en Solveig, voru þau Hólmfríður, fædd 25. júní 1890 á
Reykjum í Reykjahverfi, og Árni, fæddur 24. ágúst 1891
á sama stað. Jón “frá Múla” byrjaði búskap á Hólum í
Eyjafirði en bjó síðan á Arnavatni og Skútustöðum í
Mývatnssveit. Þaðan fór hann fyrst að Reykjum í Reykja-
hverfi og síðan að Múla í Aðaldal. Þar bjó hann síðast
áður en hann flutti með fólk sitt austur á Seyðisfjörð til
þess að gerast þar pöntunarstjóri Pöntunarfélags Fljóts-
dalshéraðs, vorið 1899. Veitti Jón félaginu forstöðu um
þriggja ára bil en flutti svo til Akureyrar og Reykjavíkur
um skeið unz hann kom aftur til Seyðisfjarðar 1910, og
þar dó hann 1912.
Árni sonur hans, líka kallaður “frá Múla”, fór skóla-
veginn og gerðist síðar þektur stjórnmálamaður, alþingis-
maður og blaðamaður. Hann kvæntist Ragnheiði Jónas-
dóttur og eiga þau hjón mörg börn nú uppkomin.
Hólmfríði átti Gestur Jóhannsson verslunarmaður á
Seyðisfirði, og eiga þau líka mörg börn. Friðrikka giftist
ekki.
Þegar Jón frá Múla lét af forstöðu pöntunarfélagsins
í ársbyrjun 1902 tók við henni maður nýkominn af versl-
unarskóla í Kaupmannahöfn Jón Stefánsson, 1) sem
kallaður var Filippseyjakappi, af því að hann hafði tekið
þátt í herför Eandaríkjanna til Filippseyja 1898.
Jón Stefánsson var fæddur að Valþjófsstað í Fljóts-
dal 27. apríl 1873. Hann var sonur Stefáns prests, Péturs-
sonar prests á Valþjófsstað, Jónssonar Þorsteinssonar
vefara, er manna kynsælastur hefir verið á Austurlandi.
Sr. Stefán átti tólf börn öll hin mannvænlegustu, lifa
mörg þeirra enn, þar á meðal Þórdís kona Davíðs Sig-
urðssonar á Akureyri, Halldór, þingmaður Norðmýhnga,
Metúsalem starfsmaður í Búnaðarfélaginu ofl. heima á
Islandi, en í Ameríku Björg kona Jóns Arngrímssonar
1) Um hann sjá Óðinn 1934.