Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 46

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 46
46 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Sigurður fór með móður sinni, ekkju, til Akureyrar. Þar kyntist hann Rósu, er síðar varð kona hans og eign- uðust þau þá drenginn Svafar (f. 28. nóv. 1910) meðan Rósa sat í festum. Sjálfur gerðist hann sjómaður og fór (um 1920) til Noregs. Þar mun hann hafa byrjað á vél- stjóranámi, sem hann fullnumaði sig í eftir að hann kom til Ameríku. En þangað flutti hann árið 1926 með konu sína, eftir að þau höfðu verið gift á Akureyri. Settust þau hjón fyrst að í New York (Brooklyn og Staten Island) og voru þar ein þrjú ár. Þá fluttust þau til Baltimore og hafa verið þar síðan (fyrst í 2922 Pinewood Ave. og síðan í vor í 2817 Chesley Ave.). Öll árin síðan Sigurður kom vestur um haf hefir hann verið í þjónustu olíufélaganna Pan American og Standard Oil. Alls hefir hann verið á skipum þeirra í 22 ár þar af 17 vélameistari (Chief Engineer), en sú staða er mjög ábyrgðarmikil, enda vel launuð, og gengur næst skipstjóratign að virðingu. Sigurður er lítill maður, en hnellinn, fjörlegur og kátur og hinn besti félagi. Gestris- inn er hann og góður heim að sækja, þá sjaldan að hann er heima við, en venjulega er hann að sjálfsögðu einhvers- staðar út í hafsauga, en hvar, er hernaðarleyndarmál nú á dögum. Rósa kona hans heitir fullu nafni Sigurrós Jónsdóttir. Hún er fædd 24. ágúst 1892 í Lögmannshlíð nálægt Akur- eyri. Foreldrar hennar voru Jónas Sigfússon hákarla- formaður og Dýrleif Friðfinnsdóttir, þá vinnuhjú hjá Eggert Stefánssyni og Önnu Davíðsdóttur frá Reistará. Rósa var sú þriðja af fimm systkinum (Ingibjörg, Herm- ann, Guðrún og Marenó, öll í Hrísey). Skömmu síðar fluttu foreldrar Rósu til Hríseyjar, en hún fór þá með Eggert og Önnu til Glerár og fóstruðu þau hana upp. Rósa var hjá þeim á Glerá og Akureyri, unz hún giftist og fór með Sigurði vestur um haf. Eftir það eignuðust
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.