Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 84

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 84
84 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: urum, er málum var ráðið til lykta. Gekk hann ríkt eftir löghlýðni og trúmennsku í sveitarstjórninni og sveita- málum, og gustaði því stundum um hann á þeim árum, enda stóð hann jafnframt í fylkingarbrjósti í samvinnu- málum bænda, og hélt fast fram málstað sínum og þeirra, er því var að skipta. Hann var einn af stofnendum og í stjórnarnefnd samvinnufélags bænda, er stofnað var í bænurn Salt Coats í nágrenni hans árið 1891, eftir danskri fyrirmynd; var það fyrsti félagsskapur með samvinnu sniði í Vestur- Canada. Eigi varð félagið þó langlift, en smjörbú þess hélt áfram sem einkafyrirtæki fram til 1896. Árið eftir (1897) byrjaði Sambandsstjórnin að glæða mjólkurfram- leiðslu í Canada og setti á stofn félög hér og þar í landinu á sama grundvelli og tíðkaðist í Danmörku. Var þá byrjað að starfrækja rjómabú í Churchbridge (1898), stærsta félagsskap af því tagi í Norðvesturlandinu á þeim tíma, og var Jóhannes forseti þess árum saman. Einnig var hann um nokkurra ára skeið forseti Búnaðarfélags Churchbridge-bæjar (Churchbridge Agricultural Society). Þá hefir þáttaka hans í hveitisamtökum bænda í Saskatchewan (Saskatchewan Wheat Pool) eigi síður verið merkileg; hann var kosinn fyrsti fulltrúi frá byggð sinni á þing þeirra samtaka árið 1924 og var fulltrúi sam- tals 10 ár, seinast 1936. Naut hann mikils álits samverka- manna sinna bæði vegna einlægs áhuga síns á sameigin- legum málum þeirra og vegna víðtækrar þekkingar sinn- ar á sögu og hugsjónum samvinnustefnunnar. Með því er þó alls eigi sagt, að Jóhannes hafi séð rætast alla drauma sína um framkvæmdir á þeim sviðum til almenn- ingsheilla; en þó á brattan hafi oft verið að sækja og blásið hafi um hann á mannfundum og í opinberum stöðum, hefir hann eigi glatað trúnni á sigurmátt hug- sjóna samvinnustefnunnar né heldur trú sinni á mennina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.