Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 12
6
Baldur Sveinsson:
IÐUNN
verið bókamaður mikill. Hann las og síðar alt sem
til náðist, og var þó ákafur iðjumaður. Hann þótti
lesa óvenjulega vel og skýrt, og var fyrir því stund-
um afbæja við húslestra. Hann var stórlyndur, ötull
og ósérhlífinn, dyggur og ráðvandur; sleit sér út
íyrir örlög fram og mun hafa verið bilaður á heilsu,
er hann fór af landi burt. Hann var fátækur, en
bjargaði sér og sínum með erfiði sínu. Guðbjörg móðir
Stephans var ágætiskona. Hún var hneigð mjög til
hannyrða, og næm á þær, sem hún sá fyrirsér; stund-
aði hún þær eftir því, sem efni og tími leyfði, og svo
var hún greind, að hún lærði af sjálfsdáðum að fleyta
sér á bók, bæði í dönsku og ensku, eftir að v'estur
kom um haf. Hafði hún þó hvorugt kynt sér áður
og var þá hnigin á efri ár. Hún unni mjög syni sín-
um og hefir skilrikur maður sagt mér, að mjög hafi
verið ástúðlegt með þeim. Er það og auðráðið af
kvæði, sem Stephan orti um móður sína látna.
Áður en Stephan fór vestur um haf, hafði hann
átt heimilisfang á þremur bæjum í Skagafirði og
einum í Suður-þingeyjarsýslu, og eru þær jarðir nú
allar í eyði. En í Vesturheimi nam Stephan tvívegis
land í Bandaríkjunum og loks, í þriðja skifti, í Can-
ada. Verður hér nú nokkuð sagt frá veru hans á
hverjum stað.
Sjö fyrstu ár ævinnar var hann hjá foreldrum sín-
um á Kirkjuhóli, eða fram til vors 1861. Hann mun
hafa verið mjög bráðgjör til náms og kendi móðir
hans honum að stafa og kveða að, á stafrófskver
Sveinbjarnar Hallgrímssonar. Tók hann svo að lesa
sjálfur og var læs, bæði á gotneskt letur og latneskt,
þegar hann íluttist frá Kirkjuhóli, og byrjaður var
hann þá á kverinu. Svo sem að líkindum lætur,
vóru þessi fyrstu ár ekki tilbreytingarík, þar sem
drengurinn var oftast einn með foreldrum sinum, en