Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 28
22
Á. H. B.:
IÐUNN
inn íslenzki i Alberta, Jón Sveinsson, svili Einars H.
Kvarans, og fleira fólk. Varð þar fagnafundur.
Lítið hafði Stephan gengist fyrir, síðan hann var
hér heima. Hann var enn frár á fæti og léttur í
spori, þótt hann gengi nú við staf þann hinn silfur-
rekna, er ísfirðingar gáfu honum, og hefði rykgler-
augu fyrir augum til þess að hlífa sjóninni. En
neyzlugrannur var hann undir borðum og fremur
fámæltur að vanda.
þegar búið var að borga matinn og sækja föggur
okkar á stöðina, héldum við af stað til Markerville.
Vegirnir voru fremur slæmir eftir nýafstaðnar rign-
ingar, mjög líkir lakari vegum hér lieima og þó leir-
kendari; en fagurt var landið, hæðótt og skógi vaxið
með Klettafjöllin í baksýn. Ókum við fram hjá Tinda-
stóli, þar sem Jóhann Björnsson býr, en hann hafði
ætlað að sækja okkur daginn áður, og heim til Jóns
Sveinssonar.
Þar var ekki í kot vísað, ágætlega býst, húsfreyja
og dóttir hinar fyrirmannlegustu, en synirnir allir upp-
komnir, friðir menn og gjörvulegir. Úti gat að lita
skógargerði og akra og ána Huld (Medicine riv-
er); kemur hún alla leið frá Stephani G., sem hefir
skírt hana því nafni, og rennur í breiðum boga um-
hverfis húsin. í brekkunni niður við ána voru um
40 svín, á hlaðinu möig hundruð hænsni og eitthvað
um 17 nautgripir úti um hagana. Þetta var eitt með
betri búunum, sem við komum á, annað en bú Ófeigs
Sigurðssonar og sonar hans í sömu sveit, sem er
miklu víðlendara; en flest hinna mun smærri og fá-
tæklegri. Þarna sátum við í góðu yfirlæti fram til
kvölds. Pá fórum við niður til Markerville, því þar
átti ég að tala.
það er siður vestra, að kirkjur séu notaðar fyrir
fyrirlestra og samkomur og svo átti nú að vera. En
þegar komið var til Markerville, var fátt manna þar