Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 21
iðunn Stephan G. Stephansson. 15
fyrir því. Þótti það stórort nokkuð og varð ekki
vinsælt.
Margt orti Stephan i Dakota, sem sjá má af kvæð-
um hans, en lítið varð þess vart út í frá. Þegar
»Andvökur« vóru gefnar út, tileinkaði hann Menn-
ingarfélags-mönnum í Dakota I. hefti. Munu og vinir
hans þaðan hafa átt mestan þátt í, að kvæðin vóru
þá gefln út.
Pegar Stephan kom til Dakota, eftir nær tuttugu
ára veru í Alberta, orti hann kvæðið »Á gömlum
slóðum«, og segir þar svo:
»Eg hef fundiö anda um mina önd
einatt héðan þýðan sumar-blæinn.
Meðan röðull rís við morgun-lönd,
rek eg hingað margan glaðan daginn«.
Sumarið 1889 flultist Stephan vestur til Alberta-
fylkis i Canada og nam þar land i þriðja sinni, við
austanverða Medicine-ána, þrjár mílur upp frá bæn-
um Markerville, og hefir búið þar síðan. Skógar-
eldar höfðu farið þar um landið skömmu áður og
hefir Stephan lýst því í kvæðinu: »í nýja skógi«,
sem prentað var i tímariii vestan hafs. Á fyrri ár-
um sínum þar, vann hann nokkuð að heiman, við
járnbrautagerð og siðar tvö sumur að landmæiing-
um. Kyntist hann þá mjög óbygðum þar vestra og
kvað ýinislegt á þeim ferðum, t. d. kvæðin »Útivist«
og »Mála milli«.
Á leiðinni til Alberta orti hann kvæðið »Indíanar«.
Bygðir þeirra vóru þá sumsstaðar meðfram járn-
brautinni, eða öllu heldur óbygðar heiðar, sem þeir
fluttu sig um, og þyrptust þá að viðkomustöðum
íárnbrautarlestanna, er þeir sáu gufuvagna í nánd.
Komst Stephan í eitt slikt »vað«.
Á þeirri leið komst Stephan í hann krappan, er
hann fór yfir jökulsána Red Deer, sem þá var í