Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 140
134
Magnús Jónsson:
IÐUNN
komið landveg »ofan um heiði«, sjálfsagt Hellisheiði,
og sýnir eðlilega hvernig á því stóð. Og nú bendir
nafnið sjálft á það mjög greinilega, að sá sem það
gaf, hafi komið landveg. Sá sem kemur að Reykja-
vík á sjó sér hvorki reyki né vík og hefi ég reynt
það eins og margir aðrir. En er ég kom fyrst aust-
an að, kom landveg eins og sagan segir að Ingólfur
kæmi, þá varð naínið ljóst. Reykirnir úr laugunum
og víkin milli Lauganessins og Seltjarnarnessins
blasir hvorttveggja við, og er það sem einkennir
staðinn. Reykjavík er skírð hér inni á holtunuin er
Ingólfur sótti að austan til staðarins, sem honuin
var fyrirheitinn og gefinn af ástvinum hans, goðunum.
X.
Þelta, að fyrsti landnámsmaðurinn skyldi festa
bygð einmitt hér á þessum saina stað, þar sem höf-
uðborgin átti síðar að standa, er í raun réltri miklu
merkilegra en mann varir í íljótu bragði. Ef hægt
væri að finna einhvern orsakaþráð á milli, þá væri
ekkert við því að segja. Ef ríki Ingólfs og ættar
hans hefði jafnan haldist svo, að staðurinn hefði
ávalt þótt einhver merkasti staður landsins, þá var
það sök sér. Og eins er það, ef þessi staður hefði
haft eitthvað það lil að bera, sem aðra staði skorti.
En svo er ekki heldur.
Reykjavíkur er lítið sem ekkert getið um allar
aldir. Höfn var hér að vísu sæmileg og kaupstaður,
Hólmurinn, en þó var betri höfn í Hafnarfirði, og
meiri skipaganga þangað. Þar voru Bessastaðir í ná-
grenninu og konungsvaldið og sú dýrð sem því
fylgdi. Hvers vegna reis ekki höfuðborgin þar? Á 18.
öldinni setur Skúli Magnússon svo »innréttingarnar«
sínar hér i Reykjavík, en þær fóru nú eins og
allir vita.
En svo, eins og af huldum krafti fer vísirinn að