Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 40
34
Sigurður Nordal:
IÐUNfí
veðurfræði nútímans og sálarrannsóknir þessu til
sönnunar. Eða fela ekki oft liinar barnslegu varúð-
arreglur almúgans í sér djúpa lífsspeki, einmitt í því
formi, sem er við hæfi hinna fálæku, sem landið
eiga að erfa ? Það verður vísl aldrei vísindalega sann-
að, að sá verði ólánsmaður, sem rífur sundur kóngu-
lóarvef. En ætli sá verði ekki að öðru jöfnu meiri
gæfuinaður, sem temur sér frá æsku að gera engu
kvikindi sársauka að þarflausu — víkja heldur eit
spor til hliðar en ana fram í tilfinningarlausri blindni?
Það er líklega heldur ekki skýlaus sannleikur, að sá
sem situr auöum höndnm »sitji undir sjö djöflum
og hampi þeim áttunda«. En hitt er efalaust, að ekk-
ert annað en letin í einhverri mynd er undirrót alls
ills. Alþýðutrúin hefir það fram yfir siðfræðina að
klæða þessi sannindi í þann búning, að þau geti
trauðla úr minni liðið.
Varla er önnur trú algengari hér á landi nú á
dögum en trúin á misjafua heill vikudaga. Hún er
líklega erlend að uppruna1), eins og ílest trúarbrögð
vor, og ekki lakari fyrir það. Fjöldi manna sækist
eftir að byrja hvert fyrirtæki, sem nokkuð er undir
komið, á laugardegi, en varast mánudaginn eins og
heitan eld. Á laugardaga leggja menn i ferðir, gift-
ast, bændur byrja slátt o. s. frv. Jafnvel þar sem
hver dagur kostar fé, er það lagt í söíur: ýmsir út-
gerðarmenn láta skip sín alls ekki leggja út á mánu-
dag í vertíðarbyrjun og helzt ekki nema á laugar-
dag.
Slíka trú sem þessa má dæma hugsunarlaust sem
fjarstæðu eina, eða trúa henni jafnskilyrðislaust.
1) Brynjólfur biskup Sveinsson lióf ekki ferð á laugardegi et liann
mátti annars, heldur á þriðjudag; svo gerðu lengi siðan bændur, er
bjuggu nærri Skálliolti, og vissu þó ógjörla, hvaðan sá siður var. — Esp.
Arb, VII., 10.