Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 114
108
Guðm. Finnbogason:
IÐUNN
kulda eða ofþurki o. s. frv., og þeir mæltu gjarnan1
gefa almenningi meiri leiðbeiningar í þeim efnum en
þeir gera. En þau efni sem til þessa eru notuð breyta
ekki hinum eðlilega hörundslit eða bylja hann. Og
þá kem ég aftur að andlitsfarðanum.
Er andlitsfarðinn, hvort heldur er »púður« eða
»sminke«, góður fyrir börundið og litaftiö?
£ Saudek segir í riti því er ég áður gat, að »púður«
geti stundum komið að gagni við sjúkt hörund, enn
fremur við viðkvæmt hörund eftir sápuþvott eða
núning, svo sem af nuddi eða skeggrakstri. Og svo
heldur hann áfram: »En hvenær er »púðrið« skað-
legt? Ávalt þegar hætta er á að hörund, sem þurt
er fyrir, verði enn hrjúfara við »púðriö«, sem þurk-
ar það upp, þegar hörundsholunum hættir til að
stíflast, þegar notkun »púðursins« beinlínis styður
að myndun hörundsnabba og loks þegar svo stend-
ur á, að hörundið hefir smitað mikið, þvi að þá
verður úr »púðrinu« og smitunni ógeðslegur grautur,
erýfir hörundið«. Og um »sminke« segirhann: »Langæ
notkun »sminkes« er nálega ávalt skaðleg fyrir litar-
aftið, af því að hún hefir í för með stíllun hörunds-
holanna, nabbamyndun og það sem henni fylgir og
stelur blóma og eðlilegum gljáa hörundsins«.
Notkun anlitsfarðans hindrar þá, að dómi sér-
fræðingsins, fremur en styður þau lífsstörf hörunds-
ins, sem eðlileg fegurð þess sprettur af: hin lifandi
fegurð litaraftsins. Sú fegurð er sönn eign persón-
unnar sjálfrar, stafar frá eðli hennar. Hún er sem
geislar frá sjálfum lífsins loga. Farðinn aftur á móti
er dauður litur, klístraður á hörundið. Hann er í
raunini gríma, sem hylur það. Hann sýnir annan lit
en þann sem undir býr. Hann er tállitur. Og eng-
inn skyldi ímynda sér, að það sé hættulaus leikur að
fara að falsa útlit sitt. Sannleiksástin er grundvöllur
æðstu dygða manns, og í hverri óspiltri sál er ósjálf-