Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 143
IÐUNN
Piltur eða stúlka?
137
enn. að vera áhorfendur að þessu, án þess að leggja
þar nokkuð til.
í’essi öfl, sem nefnd voru, starfa með aðdáanlegri
nákvæmni. Ef vér litum á mismunandi tegundir dýra
eða juria, þá er hlutfallið milli kynjanna að vísu
mjög ólíkt. En ef vér lítum á hverja einstaka tegund,
þá er þetta hlutfall mjög stöðugt, og haggast ekki,
eða að minsta kosti varla, fyrir neina ytri atburði.
Ef vér lítum á mannkynið þá er þetta hlutfall svo,
að í Evrópu fæðast 106 piltar móti 100 stúlkum, en
það er alveg sama hlutfallið eins og hjá illgresisjurt
einni (Mercurialis annua), sem ávalt hefir 106 karl-
plöntur móti 100 kvenplöntum. Meðal svertingja er
hlutfallið dálítið frábrugðið. Á Kuba t. d. er það 100 r
96,8, en það er mitt á milli flugu (100 : 96,) og hests~
ins (100:98,31). Sumar kongulær eru í þessu efni
Iangt frá öllu hófi, því að þar fæðast hvorki meira
né minna en 819 karldýr á móti hverjum 100 kven-
dýrum. En kolkrabbar sumir koma aftur úr öfugri
átt, og leyfa sér það óhóf, að framleiða 100 kven-
dýr á móti 16,6 karldýrum. Það lítur út fyrir það,
að náttúran hafi beitt öllum kenjum sínum þegar
hún var að ákveða, hvaða hlutfall skyldi ráða hjá
hverri tegund, en eftir að það hafði einu sinni verið
ákveðið, er ekki úr því að aka. Þetta er þvi ein-
kennilegra, sem oft og einatt er ómögulegt að sjá, að
þetta fari eftir því, sem nauðsynlegt er fyrir viðhald
kynstofnsins.
Ef vér viljum reyna að skygnast inn í það, sem
helzt ákvarðar kynferðið, þá þarf fyrst og fremst að
komast að fastri niðurstöðu um það, hvenær á-
kvörðun kynferðisins fari fram. Það er hægt að hugsa
sér ýmislegt í þessu efni, en þó eru það aðallega tveir
möguleikar, sem nánar verður að athuga. Meðal æðri
dýranna og jurtanna verður, eins og alkunnugt er,
hver nýr einstaklingur til við frjóvgunarathöfn, þ. e^.