Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 56
50
Thora Friðriksson:
iðunn:
Iagi er nauðsynlegt, að vera hættur að aðbyllast þau
fullkomlega, því að fullkomna trú og hlutlausa frá-
sögn er naumast unt að sameina. En kærleikurinn
getur komist af án trúar. Pó að maður aðhyllist ekki
einhverja ákveðna mynd af tilbeiðslu, þarf þó ekki
að hafna því, sem í henni felst gott og fagurt. Pó
að hið guðdómlega birtist við og við, þá tæmist það
ekki. Guð hafði opinberað sig á undan Jesú, Guð
mun einnig opinbera sig eftir hann. Rödd Guðs, sem
er fólgin í samvizku mannanna, er frá sömu upp-
sprettu, hún heyrist misjafnlega, en því hærra sem
hún hljómar og meira sjálfkrafa, því guðdómlegri er
hún. í*eir sem telja sig lærisveina Jesú, geta því ekki
einir átt hann. Að eiga hann er sameiginlegur heiður
allra mannlegra hjartna. Dýrð hans getur ekki verið
fólgin í því, að byggja honum út úr mannkynssög-
unni, honum er meiri lotning veitt með því að sýna
fram á, að án hans er öll mannkynssagan óskiljanleg«»
Ég vona, að þetta litla sýnishorn af formálanum
gefi dálitla hugmynd um, í hvaða anda bókin er rituð.
Að öðru leyti kemur auðvilað ýmislegt í henni í bága
við barnalærdóm vorn. Renan byrjar t. d. með því,
að sanna, að Jesús sé ekki fæddur 1 Bethlehem,
heldur í Nazaret; að hann hafi ekki verið af ætt
Davíðs og að manntal Kýreniusar hafi farið fram
að minsla kosti 10 árum eftir Krists burð o. s. frv.
Þessar staðhæfingar eru í rauninni auka-atriði, aðal-
áherzlan er lögð á það, að sýna hugsunarhátt Gyð-
inga næst fyrir Krists burð og á dögum Krists, gefa
ljósa liugmyud um landið helga, eins og það var þá
— einkum Galileu — lýsa siðum þess og háttum;draga
upp ljósa'^mynd af lærisveinum og áhangendum Jesú
og þá^auðvitað af Jesú sjálfum: »hinum óviðjafnan-
lega manni, sem í meðvitund heimsins hefir öðlast
nafnið Guðs Sonur og það með réttu, þar sem það
er hann, sem hefir látið trúarbrögðin stlga spor, sem