Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 18
12
Baldur Sveinsson:
IÐUNN
consinfylki í Bandarikjunum, og í þeim hópi var
Stephan. Lentu þeir i járnbrautarslysi í Michigan, og
lýstir Stephan því nokkuð nákvæmlega í kvæðabálk-
inum »Á ferð og flugi«, XIV. kafla. — Stephan fleytti
sér nokkuð í ensku og norsku þegar vestur kom;
var það að mestu sjálflært. Hann settist að um haustið
nálægt og í Staughton í Wisconsin; það er þorp í
Dane County, nokkurar mílur norður af Milwaukee,
um 20 milur suður frá Madison. Fékst hann þar við
ýmsa vinnu, sem kostur var á, sveitavinnu og tígul-
steinsgerð. Foreldrar hans vóru alla tíð á hans veg-
um, eftir að vestur kom, meðan þau lifðu. Eftir lið-
ugt ár fluttist hann, ásamt nokkurum íslenskum fjöl-
skyldum, til Norður-Wisconsin og nam þar land i
skógi, í Shawano CouDty, Greenvalley Township, en
pósthúsið hét Pulcifer. Var þar ærið starf fyrir hönd-
um að »brjótast til landa«, fella skóg og koraa upp
húsum. Bjó hann þar fram til ársins 1880. Vann hann
á vetrum við skógarhögg um 50 enskum mílum norð-
an við heimili sitt, en sætti sveitavinnu að sumrinu 75
milum sunnar, en heima við var hann þess í milli,
en foreldrar hans sátu landið. Hann fór fótgang-
andi þessar vegalengdir, gekk bæ frá bæ og leitaði
vinnu, þar sem hann vissi hennar helst von. Vann
hann fyrir sama kaupi sem meðal-verkamenn inn-
lendir, nálægt 18 dollurum á mánuði við sveitavinnu
og skógarhögg, en í hlaupavinnu var kaupið frá ein-
um dollar á dag ög ofan i 50 cent. Vinnutími þá
vanaiega »myrkranna í milli«. — Óbygðabragur var
á sumum þeim slóðum, þar sem hann vann þá.
Einu sinni t. d. er hann stóð við slátt á árbakka
einum, vissi hann ekki fyrri til, en björn kom þar
út úr skóginum, skamt frá honum, og settist á ár-
bakkann. Rétt á eftir kom annar björn og settist
hjá hinum. Fór Stephani þá ekki að litast á blikuna
og bjóst eins vel við fleirum. Alt fór þetta þó vel;