Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 57
IÐUNN
Ernest Renan.
51
ekki er unt og sem ef til vill aldrei verður unt að
jafnast við«.
Pessi tilvitnun lýsir í fáum orðum, út frá hvaða
skoðun bókin er rituð. Renan álítur Jesúm vera mann,
en vegna andlegra og líkamlegra yíirburða mesta
mann, er fæðst hefir á þessa jörð.
Renan segir: »Jesús lét aldrei eitt augnablik í ljósi
þá vanhelgu hugsun, að hann væri Guð. Hann álítur
sig standa í sambandi við Guð, hann heldur sig vera
son Guðs. Æðsta meðvitundin um Guð, er nokkru
sinni hefir til verið í brjósti mannkynsins, er sú
meðvitund, er Jesús hafði«.
Renan sýnir fram á, að þessi sannfæring Jesú, að
hann standi í nánu sambandi við Guð, að ekki þurfi
neinn milligöngumann milli Guðs og mannanna, sé
einmitt það, sem sé nýtt i kenningu hans.
»þessa kærleiks guðfræði hafa hvorki Gyðingar eða
Múhameðstrúarmenn skilið«, segir hann á einum stað.
»Gyðingar áttu auðvitað bágt með að skilja guðs-
dýrkun, sem eingöngu ætti sér musteri í hjörtum
mannanna, þurfti enga presta og engin ytri tákn«.
»Aldreí hefir neinn verið minna prestur, en Jesús
var það, enginn hefir verið meiri óvinur formsins,
sem kæfir trúbrögðin undir því yfirskyni að vernda
þau. í þessu erum vér allir lærisveinar hans og
vinnum að sama takmarki; með þessu hefir hann
reist þann hornstein, sem standa mun eilíflega, sem
grundvöllur undir hinum sönnu trúarbrögðum og ef
trúarbrögðin eru það, sem mest um varðar fyrir
mannkynið, þá hefir hann verðskuldað hina guð-
dómlegu tign, sem honum hefir verið veitt«.
Aðalstarf Jesú var, samkvæmt Renan, í því fólgið,
að hann með ástúð sinni, fegurð sinni og andlegum
yfirburðum, ávann sér svo mikla ást lærisveina sinna
og áhangenda, að þeir elskuðu hann eftir dauðann
og ekki að eins varðveittu orð hans í hjörtum sínum,