Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 155
JÐUNN
Piltur eöa stúlka?
149
tekur dýrið á sig kvendýrs mynd, bæði hið ytra, að
líkamsbyggingu allri og líka i háttum sinum öllum,
sýnir öðrum karldýrum ástaratlot og þau á hinn
bóginn vara sig ekkert á, að þetta sé þeirra gamli
félagi, svona umbreyttur. það er hafið yfir allan efa,
að það er efui, sem eggjastokkarnir gefa frá sér sem
valda þessum firnum, en hvert það efni er, veit eng-
inn maður. Sacculina og snýkisveppurinn hafa komist
að þessu leyndarmáli, og búa sjálf til þetta dularfulla
efni. Með því koma þau af stað þessari ummyndun,
sem visindi mannanna eru nú fyrst að ná tökum á,
og það þó að eins með há-vandasömum og afar-
djúplækum holdskurðum.
Með þessum hætti má sjá framundan hylla undir
þann möguleika, að ná valdi á kynferðisvalinu með
mannkyninu. Fyrir skömmu hefir próferssor Abder-
halden lánast, að fínna fóstur með konu mjög snemma,
með blóðrannsókn. Fað getur verið, að nú sé ekki
nema skamt þess að bíða, að finna megi með slíkri
rannsókn, hvers kyns fóstrið í móðurlifi sé. Og hver
veit nema þá megi, með því að sprauta inn ákveðn-
um efnum, sveigja fóstrið til hvors kynferðisins, sem
óskað er. —
Manni getur orðið um og ó við að horfa fram á
slík framtíðarlönd. En ef einhverjum istöðulitlum
sálum er farið að blöskra yfir þessu öllu, og finst
sem hér eigi að fara að kollvarpa sjálfri tilhögun nátt-
úrunnar, þá er óhætt að hugga þá með þeim orðum
Correns, að það litla, sem vér höfum getað skyngst
inn í þelta mál, hafi frekar dregið úr en styrkt þá
trú, að menn myndu ná tökum á þessu efni.