Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 60
54
Thora Friðriksson:
IÐUNN'
Renan hefir sjáifur sagt frá jicssum voðalegu dög-
um, þegar veðurhitinn og þurkarnir voru svo miklir
að blóðið eitraðist og hann hneig máttvana niður
við dánarbeð systur sinnar.
Par fundust bækur hans og rituð blöð tvístruð út
um gólfið á strámottunni, þar sem hann var vanur
að sitja og skrifa. »Að skrifa í þessu landi er mjög
erfitt starf og þreytandi, jafnvel fyrir likamanna, seg-
ir Renan í bréfi til vinar síns Berthelot, »í öllu Lí-
banonslandi er ekki til börð og ég þekki ekkert, sem
er svo óþolandi sem að skrifa i hendi sér eða á
hnjánum, eins og hér tiðkast«.
A þennan hátt varð þó til fyrsta handritið af »Lif
Jesú« og þetta blýants handrit er geymt á Lands-
bókasafninu i Paris.
Renan segir að meðan hann ritaði bókina hafi
hann verið »ólvaður af hugmyndum þeim, sem á
hann sóttu« og hann segir um [þann tíma, er hann
var að rita hana, að það hafi verið »inndælar stund-
ir, sem að eins liðu alt of fljótt«, og óskaði að ei-
lifðin lfktist þeirn.
Þar sem Renan sjálfur segir, að þær hugsanir sem
æskustöðvar Jesú blésu honum í brjóst, hafi gjört
hann ölvaðan, þá er ekki undarlegt þó að þessar
sömu hugsanir hafi svifið á lesendur hans. Samt sem
áður held ég, að það sem svo mjög hefir hrifið oss
lesendur, sé fremur skáldskapargáfa Renans og anda-
gift samfara þeim austurlanda ilm, sem andar frá
hverri blaðsiðu bókarinnar, heldur en sú úrlausn
heimspekilegrar ráðgátu, sem hann ætlaðist til að
hún yrði, og aldrei hefir hin fagra frakkneska tunga
notið sín betur en í þessari bók, þó að Renan reynd-
ar segi, að hann hafi þurft heilt ár til að »slökkva
eldmóðinn í ritstílnum og gjöra bókina með því
þurrari og visindalegri«.
Eins og áður er sagt varð hann aftur kennari í