Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 87
sðunn Vísnabók Guðbrands bisknps. 81
bókinni. Biskup virðist hafa verið mjög hirðulaus
og ónákvæmur í því að tilgreina höfunda, sbr. kvæði
þau eftir sr. Ólaf á Sauðanesi, Maríuæfi og gátuvísur,
sem þar eru nafnlaus, ennfremur, að eitt kvæði sr.
Einars er prentað á 2 stöðum. það virðist stundum
vera af handahófi, hvar höfunda er getið. Um sum
kvæði er það ljóst, að biskup hlýtur að hafa þekt
höfundinn, svo er t. d. um »Kvæði um syndir og
aðra ósiðu«, þar sem talað er um, hvernig biskupi
sé vanþakkað starf sitt; virðist höfundur kvæðisins
vera mjög handgenginn biskupi. —
Pessi kvæði eru mjög margvísleg og eru prýðilega
kveðin, mörg hver. í stað þess að telja upp nöfnin
tóm, skal ég tilgreina nokkrar visur úr: »Samjafnan
þeirrar aldar sem nú er, og hennar, sem verið hefir«:
V. 10. »Frost og kuldi kvelja þjóð,
koma nú sjaldan árin góð,
ef inn skal setja alt í ljóð
au:na tæstir rækja,
í æru allir sækja.
Guð minn, guð minn, gæt þú mín
fyrir gæsku þin
og lát mig ei löstu flækja.
V. 14. En nú komin er kenning góð
kunngjörð hvörn dag vorri þjóð,
ekki er nærri öld svo fróð
* í guðs orði kláru
sem var hún á villuárum.
Guð minn, guð minn, fólki þín
þú forða pin
og fúlum Vítis bárum.
V. 15. Öldin gjörist nú yfrið treg
inn að ganga á lífsins veg,
trauðlcga fer lil tíða mjög,
tekur svo ræktin dofna,
Iðunn VIII.
6