Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 20
14
Baldur Sveinsson:
IÐUNN
22ja ára, ógift i föðurgarði. — Tvo sonu hafa þau
hjónin mist, Jón, er dó á fjórða ári í Dakota 1887,
og Gest, er þau mistu 16 ára gamlan, árið 1909.
Hann hneig örendur við að snerta girðingarvír, raf-
hlaðinn eftir regnskúr. Beggja þessara sona sinna
hefir Stephan minst mjög innilega í ljóðum sínum.
íslendingabygð hófst í Norður-Dakota í Banda-
ríkjunum sumarið 1878, og segir frá landnámi því í
Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar, VIII. ári. Þar er
þess getið, að haustið 1880 hafi flutst til nýlendunn-
ar allir þeir íslenskir bændur, sem þá vóru eftir í
Shawano County í Wisconsin og numið þar lönd,
þar á meðal þeir feðgar Guðmundur og Stephan.
Bjuggu þeir á Garðar-bygð, sem kend er við Garðar
Svavarsson. »Kvenfólk sitt höfðu þeir sent norður með
járnbraut«, segir í landnámssögunni, »en sjálfir gengu
þeir alla leið og ráku gripi sina; fóru hér um bil 25
mílur (enskar) á dag. Var vegalengdin öll hálft ní-
unda hundrað mílur (enskar). Var komið fram í októ-
bermánuð, er þeir komu«.
»Fyrsta sumarið, sem eg var þar »vestlingur«,
segir Stephan, »vann eg við járnbrautarverk og þresk-
íngu. Árin á eftir baslaði eg við búskap, meðan eg
dvaldist í Dakota«.
Þó að erfið væri fyrstu landnámsárin í Dakota,
þá raknaði fljótt úr þvf. Varð fjölment í nýlendunni
og margt góðra og tápmikilla manna, margir hag-
yrðingar og góðir ræðumenn, er héldu uppi gleðskap,
fundahöldum og samkomum, einkurn á vetrum. »Á
sumrin var alt fjörið oftast látið ganga til vinnunn-
ar«, segir sfra Friðrik J. Bergmann í landnámssögunni.
Félag var þar stofnað, er hét »MenningarféIagið« og
lét mikið til sín taka, svo að sumum mun hafa þótt
nóg um. Skrifað blað var og gefið út þar í bygð-
inni; hét »Fjalla-Eyvindur« og var Stephan talinn