Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 99
5ÐUNN
Snýkjur.
93
Ásgeir. »Komið þið aftur fyrir, svo við getum verið
þar í uæði. Sannast að segja, hefi ég ekki ætlað að
básúna hátt með þetta«.
Hann gekk aftur á skipið, og settist þar á öldu-
stokkinn. Peir Einar og Úifur eltu hann.
»Jæja«, sagði Ásgeir, »Ég verð fyrst að spyrja
ykkur að, hvort þið þekkið gamian mann, sem Hall-
varður heitir, og á heima í Króknum á Dreka-
eyri ?«
Jú. Einar kannaðist fljótt við hann.
»Hailvarður »blíði«, sem kallaður er«, sagði hann,
»afar stór karl og þrekinn, stórskorinn í andliti og
fornmannlegur, með silfurlitu skeggi ofan á bringu.
Hann er kallaður »blíði«, af því hann talar svo ein-
kennilega.
»Það er eins og hann söngli orðin og setningarn-
ar«, bælti Úlfur við.
»Jú, jú. Ég heyri, að þið kannist við hann afa
minn, svo ég þarf ekki að segja ykkur frá honum
frekar«.
»Er hann afi þinn ?« spurði Einar, með þeim mál-
róm, eins og hann skammaðist sín fyrir að hafa lýst
honum svo hreinskilnislega.
»Já, svo er nú það«, sagði Ásgeir. »Það var í
fyrra haust í októbermánuði, sem ég kom f fyrsta
skifti á Eyrina. Ég ætlaði að dvelja þar nokkurn tíma,
við bókbandsnám. Á Eyrinni var ég flestum ókunn-
ugur, og fór því til afa míns. Hann lá þá rúmfast-
ur, gamli maðurinn, en var á batavegi. Mér þótti
leiðinlegt að fara að gista þarna, því fremur sýndist
mér fátæklegt hjá gömlu hjónunum. En þau vildu
fyrir hvern mun hýsa mig, svo það varð úr, að ég
dvaldi þar«.
»Hann varð fyrir slysi karlfuglinn, í fyrra haust«,
sagði Úlfur, »mig minnir að hann fótbrotnaði«.
»Já, hann varð fyrir bifreið, sem lá svo afar mikið