Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 134
128
Magnús Jónsson:
IÐUNN
fögur er útsýn þar í björtu og tignarleg og við skap
víkingsins. Kom hann þar á land öllu sínu, fólki og
fjárhlut, dauðum og lifandi. Þrælarnir írsku voru
þar einnig og Dufþakur þeirra helztur. En af skepn-
um er getið a*rðuruxa eins af því að hann kemur
við einu sögu, sem af Hjörleifi er sögð hér á
landi, en það er sagan af bana hans.
Hjörleifur sat nú um kyrt um veturinn. En næsta
vor gerðist þessi saga, sem á var minst.
Hjörleifur vildi halda norskum búskaparhætti og
sá korni. En af því að hann liaíði ekki nema einn
uxa lét hann þrælana draga arðurinn, líklega til þess
að hvíla nxann. En af þessu þrútnaði hatur með
þeim til Hjörleifs, enda sjálfsagt aldrei neinir kær-
leikar verið. Lagði nú Dufþakur ráðin á og kom því
svo, að þeim þrælunum tókst að drepa Hjörleif og
alla menn hans, tíu alls. Tóku þeir svo konurnar
með sér og lausafé og fluttust í skipsbátnum til eyja
þeirra, sem eru þar fyrir landi nokkru vestar og hafa
verið kallaðar Vestmannaeyjar vegna þessara atburöa.
Tala örnefnin hvervetna með um sanngildi sagnanna,
því að þau eru hverju öðru lífseigara með þjóð, sem
ekki er á miklu róti og fáum hamskiftum tekur.
Lauk svo æfi Hjörleifs, og er saga hans hér á landi
bæði stutt og ömurleg. Hans fyrri verk setjast að
honum. Þrælatakan á írlandi og sigurvinningar þar,
koma honum í koll á tslandi, en til þess hjálpar
lundarfar hans sjálfs er þjáir þrælana með ómann-
úðlegu erfiði. Á þessu mátti gjarnan skjótur endir
verða hér.
VII.
Saga Ingólfs varð öll önnur, eins og hann var
allur annar maður en fóstbróðir hans. Hann fór til
íslands að tilvísan goðanna. Og er það reis úr sæ,
var það honum fyrirheitiö og heilagt land og ekki