Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 30
24
Á. H. B.:
IÐUNN
sem harma útlegðina, þótt þeir láti ekki mikið á
þvi bera.
Undir háttatíma ókum við heim til Stephans G.
og var þá kornið svartamyrkur. Sá þá ekki annað
en það, sem bifreiðarljósin vörpuðu skini sínu á, götur
og gerði og fáein býli á stangli, og svo smá hækk-
aði vegurinn, þangað til komið var að skógarrjóðri
og nokkuð háum hólum. Ókum við svo á bug upp
með Huld og inn á landareign Stephans G.
Mér þykir altaf gaman að þvi, að koma i myrkri á
ókunna staði, svo að eg geti gert mér í hugarlund,
hvernig umhorfs er, og borið saman við veruleikann
á eftir. Nú vildi svo til, að engar fundust eldspýt-
urnar, svo að við gestirnir urðum að þukla okkur
áfram. Við fórum bakdyramegin, um eldhúsið og
inn í borðstofuna. t*á lagði einhverja glóru úr eld-
húsinu inn í stofuna, svo að eg grilti í hljóðfæri við
vegginn og annað beint á móli hinummegin. Jájá,
ekki er hér hljóðfæralaust, hugsaði ég, og þegar
komið var glaðaljós í stofuna sá ég orgel og piano
hvað á móti öðru. Heimasætan hefir þetta til að
grípa i, þegar hún hefir ekki annað að gera.
Nú var breitt á borð og stóð húsfreyja fyrir þvf,
hin elskulegasta og viðmótsþýðasta kona, er sýnilega
hefir verið frið kona á yngri árum og er það raunar
enn. Börnum þeim, sem ég sá þar á heimilinu,
kippir heldur í kynið til Stephans, en hann hefir,
eins og menn vita, aldrei verið talinn fríður maður.
Nú lagði ylinn af gestrisni húsfreyju og viðmótsþýð-
leik Stephans um húsin og settumst við að snæð-
ingi og mösuðum úr því fram undir miðnætti, er
okkur hjónunum var vísað til svefnhúss uppi á lofti.
En ég lá nokkra stund vakandi og gat ekki varist
því að hugsa um Stephan G.
Ég var nú kominn úr ys og þys stórborganna og
hafði farið tvær dagleiðir yfir þessa feikna-flatneskju.