Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 129
3ÐUNN
Landnámsraenn.
123
til móts við hann. Lauk þeirra fundi svo, að Her-
steinn féll. Dreif nú lið mikið að þeim fóstbræðrum
úr Firðafylki. Voru gerðir menn á fund Atla jarls
og Hásteins sonar hans, og urðu sæltir með þvi, að
þeir fóstbræður létu allar eignir sínar í sonarbætur,
•og Flóamannasaga bætir því við, að þeir skyldu og
verða brott úr Firðafylki. Lauk svo viðskiftum þess-
um, er hófust út af Helgu Arnardóttur. Gekk hún
síðan að eiga Hjörleif. En allir þessir viðburðir leiddu
til þess er verða vildi, að bygð norrænna manna
■skyldi hefjast á íslandi.
Eg hefi einhverntíma heyrt það, að allir merkir
viðburðir séu sprotnir beint og óbeint af ástamálum.
Ef svo skyldi vera, þá er fyrsta bygð íslands ekki
því til fyrirstöðu og engin undantekning frá þeirri
reglu.
IV.
Nú voru þeir fóstbræður staðfestulausir og jafuvel
útlagir frá heimkvnnum síhum og voru því góð ráð
dýr.
Skömmu áður en hér er komið sögunni hafði Hrafna-
Flóki Vilgerðarson fundið land mikið norð-vestur í
höfum og kallaði það ísland. Hafði hann kannað
iand þetta nokkuð en misjafnar fóru sögur af þessu
landi. Er getið þriggja vitnisburða eins og allir kann-
ast við. Flóki lastaði landið mjög, Herjólfur sagði
kost og löst á því, en Pórólfur kvað drúpa smjör
af hverj'u strái á landinu. Fékk hann fyrir það upp-
nefni sitt, Þórólfur smjör, og ef tii vill er »Mörlanda«
nafnið frá því runnið á einhvern hátt eða með líku
móli til komið.
Ingólfur var vitur maður, og hann heflr það án
efa verið, sem átti upptökin að íslandsferðinni. Hann
hefir rannsakað sögurnar um nýja landið og athug-
að þær með ró og stillingu hins skynsama bónda,