Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 29
IÐDNN
Frá Vesturheimi.
23
nema Stephan og hans fylgdarlið, er ég hitti á stélt-
inni fyrir utan búð sonar hans. Slæðingur af lönd-
um var í búðinni, en kirkjuvergjann var hvergi að
finna og kirkjulykillinn týndur. Þá óð Stephan að
kirkjudyrum og hrökk kirkjuhurðin þegar upp und-
an átaki hans, eins og þar færi einhver höfuðengil).
En nú var farið að dimma, og sótti þá Stephan lukt
eina mikia eða lampa og bar til kirkjunnar og þá
tók fólkið að drífa að, svo að innan stundar var
kirkjan allvel setin. Siðan stendur Stephan mér fyrir
hugsskotssjónum sem einskonar ljósberi, er vaði nátt-
myrkrið, vísi lýðum leið og beri Ijós jafnvel inn í
sjálfa kirkjuna.
Eg gekk nú i kórinn, þótt ég kynni því hálfilla,
en presturinn, séra Pétur Hjálmsson, kynti mig söfn-
uðinuin; og svo tók ég að leysa frá skjóðunni, sagði
fyrst almælt tiðindi að heiman og sneri svo að aðal-
umtalsefni mínu, er eg nefndi »Andlegar orkulindir«.
Talaði ég undir það tvo tíma og vildu sumir, að ég
talaði lengur. En þá var ég orðinn þreyttur, enda
þótti mér þá sjálfum nóg komið.
Eftir »messuna« og er fólkið hafði óskað mér
»góðra stunda«, hitti ég einkennilega fróðan mann
að máli, Jósafat ættfræðing, sem margir munu við
kannast, en nú nefnir hann sig Véstein Helgason
Dofra. Maður þessi er sjór að fornum fræðum, en
lifir eins og margur annar landinn þar vestra þræla-
lífi, hefir naumast í sig og á, hvað þá að hann geti
sint bókaiðju sinni og satt fróðieiksfýsn síua. Er
það mikið tjón bæði sjálfum honum og landinu, að
hann skuli ekki geta komist heim og fengið eitthvað
að gera hér við söfnin eða fyrir fræðafélögin. Væri
það góðverk, gert islenzkum fræðum, ef þessum
manni væri komið heim og það sem allra fyrst,
eiida veit ég, að hann þráir það, þvi að hann er
einn af þeim mörgu löndum vorum Vestanhafs,