Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 81
ÍÐDNN
Vísnabók Guðbrands biskups.
75
Jóni í Presthólum það kvæði. Þá eru Rutsrimur, er
Hálfdán veit ekki hver ort heíir, Júditsrímur og
Esterrímur, er Hálfdán eignar sr. Jóni. í*á Tobias-
rímur, kveðnar af sr. Jóni Bjarnasyni í Presthólum
og þá nokkur kvæði.
I»ó að menn hafi ekki eignað sr. Einari neitt af
þessum kvæðum, hygg ég að það sé ekki rétt. Vér
höfum enga betri heimild en formálann, en þar get-
ur biskup um »þann góða mann sr. Einar Sigurðs-
son, hvörs að er sá fyrri partur þessarar bókar«.
Hér er sagt berum orðum, að sr. Einar eigi allan
fyrri partinn, aftur tekur biskup það fram, að seinni
parturinn sé samtfningur eftir ýmsa höfunda. Auð-
vitað má ekki taka orð biskups bókstaflega, þar sem
bókin sjálf kveður sr. Jón vera höfund Tobíasrfmna.
En þegar þær ganga frá, virðist leyfilegt að bera
biskup fyrir því, að sr. Einar eigi öll hin kvæðin.
Að vísu kveður Hálfdán Einarsson Juditsrímur,
Esterrimur og Súsönnukvæði einnig eftir sr. Jón, og
má vel vera, að hann hafi réttar heimildir fyrir því,
er vér þekkjum nú ekki og sé því ekki rétt að
rengja orð hans. En alt annað í fyrra partinum tel
ég að megi eigna sr. Einari. Og beinlínis sönnun
fyrir þessu má telja það, að eitt af þessum kvæðum,
sem hér ræðir um, þ. e. kvæðunum aftast í fyrra
parti bókarinnar, er einmitt annarstaðar eignað sr.
Einari. »Einn flokkur um skammvint líf mannsins«
er sem sé í handriti einu í kgl. bókhlöðunni í Khöfn,
og eignaður þar afdráttarlaust sr. Einari. þessa getur
dr. Jón Porkelsson í doktorsritgerð sinni, en minnist
ekki á, að kvæðið sé líka í Vísnabókinni. — Mér er
jafnvel nær að ætla, að sr. Einar geti átt eitthvað í
seinna parti bókarinnar, þó að ekki verði sýnt fram
á það. Að minsta kosti er þar þó eitt kvæði, nafn-
laust, eftir sr. Einar: »Einn skriptargangur eða Játn-
ingarvisur« (Vb. 1748 p. 211), því að það er sama