Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Blaðsíða 53
IÐUNN
Ernest Renan.
47
lægst hana. Patrice, er þessi ungi maður nefnist í
sögunni, er í rauninni Renan sjálfur og kemur það
Jjóst fram í bréfunum, sem Patrice skrifar Cécile, og
síðar meir, þegar hann er kominn til Rómaborgar,
einum af vinum sinutn. Smátt og smátt hverfur sögu-
umgerðin í bréfum þessum og hinar heimspekilegu
hugleiðingar verða svo háfleygar, að Renan hefir
sjálfur, ef til vill, aldrei komist hærra. Að endingu
minnist hann aftur á ungu stúlkuna og lýsir persónu-
legum hugsunum sínum og tilfinningum.
En þó að bókin sé ekki annað en sögubrot, þá
er hún mjög eftirtektarverð og eiginlega nauðsynleg
til skilnings á mörgu, sem virðist óljóst í eðli Renans.
Að minsta kosti hefir mér fundist það, og þó að eg
kunni hana nærri því utanbókar, þá þreytist eg aldrei
að lesa hana, vegna fegurðar tungunnar og hins óvið-
jafnanlega stíls. Par að auki er fróðlegt að bera
saman ýmislegt, sem hann ritar þar ungur, við það,
sem hann í siðari ritum sínum segir um sama efni.
Til dæmis skrifar hann í Patrice:
»Guð gæfi, að eg gæti eitt augnablik gleymt þvi,
sem í kaþólskri trú er ómögulegt að samrýma við
'visindin. Alt í mér brotnar á kletti vísindanna og
gagnrýninnar, alt strandar á þessum örlagaþrungnu
orðum: þetta er ekki satt, því að það verður að
álykta hugsunarrétt, að til þess að vera kaþólskur
verður að aðhyllast alt, sem kaþólsk guðfræði kennir.
En sumar af trúarsetningum kaþólskunnar er ómögu-
legt að aðhyllast. Eg mundi vilja gefa alt í heimin-
um til þess, að geta aftur orðið kaþólskur, en til
þess yrði eg að trúa því, að kona Lots í raun og
veru hefði orðið að saltstólpa, að fyrstu kapítular
Bibliunnar væri sönn saga o. s. frv.«
Mörgum árum seinna kemur sama hugsun fram í
bókinni »Questions contemporaines«, en áherzlan er
þar nokkuð breytt: